„Við drukkum vín og hann skreytti veggina“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Viðbrögðin hafa verið frábær og fólk virðist vera hrifið af hugmyndinni og fíla andrúmsloftið hjá okkur,“ segir Ben Boorman sem rekur Mikka ref, vínbar og kaffihús á Hvefisgötunni. Mikki refur var opnaður í ágúst og Ben segir sælkera og vínáhugafólk hafa tekið þessum nýja stað fagnandi.

Við spjöllum við Ben í nýjasta blaði Gestgjafans.

Mikki refur er til húsa á Hverfisgötu 18, í húsnæði þar sem Bar Ellefu var áður. Rýmið er fallega innréttað og gulir veggir, skemmtilegar flísar og listaverk á veggjunum setja áhugaverðan svip á staðinn. Ben segir þá Dóra DNA, eiganda staðarins, hafa tekið rýmið í gegn að miklu leyti sjálfir með hjálp sinna nánustu.

Mynd / Hallur Karlsson

„Það er smávegis svona DIY-fílingur í þessu hjá okkur.“

„Konan hans Dóra, Magnea Guðmundsdóttir, hannaði staðinn og konan mín, Valdís Þorkelsdóttir, valdi nafnið Mikki refur. Þetta var mikil samvinna og það er smávegis svona DIY-fílingur í þessu hjá okkur.“

Um listaverkin á veggjunum segir Ben: „Við erum með tvö verk eftir Ragga Kjartansson og eitt eftir Ellý Ármanns. Verkin eftir Ragga eru máluð beint á vegginn, hann kom hérna einn sunnudaginn og við drukkum vín og hann skreytti veggina.“

Lestu viðtalið við Ben í heild sinni í nýjasta Gestgjafanum. 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Dáleiðandi verk úr teipi og krulluböndum

Nú stendur yfir sýning á verkum myndlistarmannsins Ásgeirs Skúlasonar í sýningarrými Norr11 undir yfirskriftinni Athugið, athugið.Á sýningunni eru ofin...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -