• Orðrómur

Vín og umhverfið – Hvað þarf neytandinn að hafa í huga?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þegar umræðan um kolefnisspor okkar ber hæst þessa dagana, er ágætt að velta fyrir sér á öllum sviðum, hvernig við getum gert betur. Það er svo sem engin ástæða til að setja neysluvenjur um áfenga drykki á undanþágulista. Hvað þarf neytandinn að hugsa um ef hann ætlar að velja vín sem hefur minnsta sótsporið?

Það er engin, lögleg, vínframleiðsla á Íslandi þannig að ekki er hægt að einblína á innanlandsframleiðslu en við getum byrjað á því að skoða samt fjarlægð á milli landa og framleiðenda og Vínbúðanna hér heima. Smekkur manna er að sjálfsögðu misjafn en flest löndin framleiða orðið góð vín sem við getum valið úr.

En svo eru aðrir þættir sem spila inn í:

- Auglýsing -

Þungar eða léttar flöskur? Undanfarin ár hefur verið í tísku að tappa betri vínum (að
mati framleiðandans) á þyngri flöskur til að gera þær veglegri. Það er algjör óþarfi.

Kassavín eða flaska? Kassavín eru oft betri fyrir budduna en pokinn í kassanum er flókin plastefnasamsetning sem er ekki hægt að endurvinna. Glerið aftur á móti er allt endurunnið.

Lífrænt, náttúruvín eða hefðbundið? Lífræn vín og náttúruvín nota engan tilbúinn áburð, engin plöntuvarnarefni, s.s. eiturefni, fara mun betur með umhverfið og um leið heilsu okkar.

- Auglýsing -

Mynd / Unsplash

Jarðvegurinn er eitt af stóru málunum fyrir framtíð jarðar. Engin skiptirækt er möguleg fyrir vínekrurnar þannig að lífrænar eða bíódýnamískar (lífefldar) aðferðir eru þær einu sem varðveita eða betrumbæta jarðveginn.

Umsjón / Dominique Plédel Jónsson og Eymar Plédel Jónsson

- Auglýsing -

Gestgjafinn er fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Í hverju blaði eru vandaðar og fjölbreyttar greinar um vín og áfengi, allt frá sögu og ræktun til vínparana og kokteila og allt þar á milli. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -