• Orðrómur

Vissir þú þetta um hvítlauk?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hvítlaukur er margslungið hráefni sem hægt að nota í fjölbreytta rétti. Hér koma nokkrar áhugaverðar staðreyndir um hvítlauk.

Hvítlaukur var eitt af fyrstu hráefnunum sem ræktað var í heiminum en til eru 5000 ára gamlar heimildir á sanskrít um að hvítlaukur hafi verið notaður til lækninga. Þótt hvítlaukur hafi löngum sannað ágæti sitt sem bragðaukandi hráefni í matargerð þá hefur hann í gegnum aldirnar mikið verið notaður til að berjast við ýmsa kvilla, eins og hósta, iðraveiki,
tannpínu, barnaveiki, hlustaverk og of háan blóðþrýsting, svo fátt eitt sé nefnt. Mikið er til af sögum og ljóðum um fælingarmátt hvítlauks á vampírur og hann var líka notaður til að særa illa anda úr fólki þó svo að ekki fylgi sögunni hvort það hafi tekist.

Latneska heitið á hvítlauk er Allium sativum en hann tilheyrir svokallaðri liljublómaætt.
Hvítlaukur er, eins og nafnið gefur til kynna, laukur sem vex ofan í jörðinni og spírar grænum löngum blöðum. Í hverju laukhöfði eru á milli 12 og 16 geirar. Oft er laukurinn samt talinn til kryddjurta enda gefur hann afar mikið og gott bragð í matargerð og víða ómissandi hráefni í matargerð. Í dag rækta Kínverjar einna mest af hvítlauk í heiminum en þó er hann framleiddur víða í heiminum enda ekki erfiður í ræktun. Til að fá hvítlaukshöfuð með 12 geirum er einum hvítlauksgeira sáð í u.þ.b. 10 cm djúpa mold að hausti og þá er hann tilbúinn haustið á eftir.

- Auglýsing -

Ef hvítlauksgeira er sáð að vori kemur upp einn hvítlaukur að hausti. Heimaræktaður hvítlaukur er sérlega safaríkur og bragðgóður og því alveg þess virði að leggja það á sig að rækta hann. Hvítlaukur er bestur ferskur. Veljið stinn höfuð með sléttu og áferðarfallegu hýði og forðist lauk með brúnum blettum eða gráum, það getur verið byrjun á myglu. Hvítlaukur geymist vel í u.þ.b. 6 mánuði á þurrum og dimmum stað en best er að hafa hann í íláti án loks sem loftar vel um, kjörhitastigið til að geyma hann er í kringum 4-0°C. Hægt er að frysta hvítlauk í u.þ.b. 2 mánuði en þá verður að taka hýðið af þeim.

Hvítlaukur er afar ríkur af steinefninu selen sem er gott til að viðhalda heilbrigðum
líkama en vinnur einnig gegn sýkingum og fleiru í mannslíkamanum. Einnig inniheldur laukurinn hvíti gott magn af B6-vítamíni og er að auki C-vítamínríkur. Hann inniheldur svo og talsvert magn af kopar, járni og kalíum. Í 100 g af hvítlauki eru 149 kaloríur, u.þ.b. 6,4 g af próteini, 0,5 g af fitu, 33 g af kolvetnum og 2,1 g af trefjum.

- Auglýsing -

Hvítlauk er hægt að nota í fjölbreytta rétti en eins og áður segir er hann víða notaður eins og kryddjurt og sérlega gott er að setja hann út í vinaigrette- -sósur, súpur, kryddlegi, pestó, sósur og í pottrétti, svo fátt eitt sé nefnt. Ef hvítlaukur er eldaður lengi heill, verður hann sætur og mildur á bragðið. Mikilvægt er að passa upp á að hvítlaukur brenni ekki við steikingu og þess vegna er hann í mörgum uppskriftum settur út í rétti seinna en t.d. gulur laukur.

Því smærra sem hvítlaukur er skorinn því kröftugra verður bragðið en til að fá keim af hvítlauk er hann skorinn gróft en einnig er hægt að fá gott milt hvítlauksbragð með því að skera geira í tvennt og nudda honum t.d. inn í salatskál eða á ristað brauð. Hægt er að nota grænu blöðin sem vaxa fyrir ofan jörðina eins og vorlauk eða skalotlauk.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -