2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Wallpaper fjallar um Eirkisson Brasserie – Mælt með trufflu-gnocci og túnfiskstartar

Hönnunartímaritið Wallpa­per Magaz­ine birtir í dag umfjöllun um veitingastaðinn Eirkisson Brasserie á vef sínum. Eirkisson Brasserie er á Laugavegi 77, þar sem Landsbankinn var forðum til húsa.

Í greininni er sagt frá því að eitt sinn hafi banki verið í húsnæðinu en að nú sé búið að breyta rýminu í nútímalega útgáfu af frönskum brasserie-stað. Hlýlegur viður og flauel í bland við gráa steypu og munir úr látúni einkenna nú rýmið.

Mynd / Hallur Karlsson

Í greininni er tekið fram að sérsmíðuð skilrúm sem hægt er að nota eftir þörfum bjóði viðskiptavinum upp á næði sé þess óskað.

AUGLÝSING


Í grein Wallpaper er svo fjallað um gömlu peningageymslu bankans. Eiriksson Brasserie tekur 56 manns í sæti og þar að auki er herbergi í gömlu peningageymslunni þar sem hægt er að taka á móti litlum einkahópum. Í gömlu peningageymslunni eru svo verðmætin í dag í formi eðalvína.

Eðalvín staðarins er geymt í gömlu peningageymslu Landsbankans. Mynd / Hallur Karlsson

Hvað matseðilinn varðar þá mælir blaðamaður Wallpaper með að fólk smakki trufflu-gnocci í rjómasósu með parmesan og ferskum trufflum eða túnfiskstartar með límónu og lárperu.

Lestu meira

Annað áhugavert efni