1
Heimur

Varalesari veit hvað Andrés sagði við Vilhjálm prins

2
Menning

Salka Sól er úr gulli gerð

3
Fólk

Sjálfstæðismenn skemmtu sér í pottapartýi í Reykholti

4
Menning

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna

5
Minning

Stefán G. Jónsson er látinn

6
Fólk

Höllin á Sjafnargötu sett á sölu

7
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

8
Fólk

Breytti nafni sínu í Silfurregn

9
Innlent

Lára kallar eftir úrbótum í geðheilbrigðismálum

10
Innlent

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd

Til baka

Flugmaðurinn segir „sannleikann“ um nauðlendinguna á Blönduósi

„Takið ekki mark á öllu sem þið lesið“

Magnús Ólafsson
Magnús ÓlafssonFlugmaðurinn vill að hitt rétta komi fram
Mynd: Facebook

Flugmaður sem lenti í óhappi á Blönduósi á sunnudag hefur birt ítarlega frásögn á Facebook þar sem hann vill leiðrétta rangfærslur sem fóru á flug í kjölfar atviksins. „Mistök mín að áætla að lending á Blönduósi á sunnudaginn var þyrfti að vera kl. 16.30 urðu til þess að mörg ykkar héldu og halda jafnvel enn að ég og vinir mínir sem voru með í flugvélinni liggjum meira og minna slasaðir á sjúkrahúsi,“ skrifar hann í færslu sem birtist í gær, sem hann segist hafa skrifað svo fólk vissi „sannleika málsins fyrir óhappinu á Blönduósflugvelli.“

Flugmaðurinn, Magnús Ólafsson segir að vélin hafi verið í 3.500 feta hæð „fáeina kílómetra frá flugvellinum á Blönduósi“ þegar mótorinn stöðvaðist. Hann hafi þá beint vélinni að vellinum „eins og hver önnur sviffluga, mótorlaus.“ Flugmaðurinn reyndi tvisvar að koma vélinni í gang, án árangurs, en sá fljótt að hann kæmist á völlinn án mótors.

„Kom inn yfir flugvöllinn á kjörhraða í hæfilegri hæð og ekkert var annað eftir en lenda mjúklega,“ segir hann. Þá hafi nokkuð óvænt gerst

„Bensínlausa vélin hrökk í gang þar sem mér hafði láðst að skrúfa fyrir allt bensín.“ Þar sem bensíngjöfin var opin „rauk vélin eins og hestur sem fælist“ og flugvélin hækkaði skyndilega.

Þá hafi hann séð fram á að ekki næði að stoppa á brautinni. „Óvíst er að ég væri heill heilsu að skrifa þessi orð ef svo hefði farið,“ skrifar hann. Flugmaðurinn ákvað að nauðlenda utan brautar. „Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst þessi nauðlending ótrúlega vel. Allir gengum við sjálfir frá borði.“

Enginn í vélinni þurfti sjúkrahúsvist en læknir og sjúkraflutningamenn á vettvangi tóku af hverjum og einum loforð um að láta vita ef einkenni kæmu síðar. „Við gáfum allir skýrslu hjá lögreglu hver í sínu lagi og síðan gátu allir farið til sín heima,“ segir flugmaðurinn.

Hann gagnrýnir að í fyrstu fréttum hafi verið talað um brotlendingu, þrátt fyrir að lögregla hafi sjálf séð áhöfnina ganga frá borði um hálftíma fyrr.

„Það hefði verið huggulegt fyrir alla þá sem á fréttir útvarps hlýddu ef þar hefði komið setning í þá veru að flugmaður og farþegar væru á gangi kringum vélina,“ skrifar hann og segir rangar fregnir um alvarleg meiðsli hafa valdið óþarfa áhyggjum.

Magnús endar færsluna á að þakka þeim sem sýndu hlýhug og sendu góðar kveðjur: „Öllum sem hugsuðu fallega til mín og sendu góða strauma til okkar félaganna þakka ég af alhug… Takið ekki mark á öllu sem þið lesið. Ást og friður.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Vopnaður maður villti á sér heimildir þar sem halda á minningarathöfn um Charlie Kirk
Heimur

Vopnaður maður villti á sér heimildir þar sem halda á minningarathöfn um Charlie Kirk

Maðurinn þóttist vera lögreglumaður
Samvaxnar tvíburasystur opna sig um ástina, hjónabandið og fordómana
Heimur

Samvaxnar tvíburasystur opna sig um ástina, hjónabandið og fordómana

Jóhann Valgeir Reynisson er fallinn frá
Minning

Jóhann Valgeir Reynisson er fallinn frá

Breytti nafni sínu í Silfurregn
Viðtal
Fólk

Breytti nafni sínu í Silfurregn

Lára kallar eftir úrbótum í geðheilbrigðismálum
Innlent

Lára kallar eftir úrbótum í geðheilbrigðismálum

Bubbi sýnir á sér mjúka hlið í kvenmannsbuxum
Myndir
Fólk

Bubbi sýnir á sér mjúka hlið í kvenmannsbuxum

Vestrænir listamenn þrýsta á sniðgöngu Ísraels
Heimur

Vestrænir listamenn þrýsta á sniðgöngu Ísraels

Sjálfstæðismenn skemmtu sér í pottapartýi í Reykholti
Fólk

Sjálfstæðismenn skemmtu sér í pottapartýi í Reykholti

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið
Sport

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið

Meintur höfuðpaur í hryðjuverkaárásinni í París 1982 handtekinn
Heimur

Meintur höfuðpaur í hryðjuverkaárásinni í París 1982 handtekinn

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd
Innlent

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd

Stefán G. Jónsson er látinn
Minning

Stefán G. Jónsson er látinn

Innlent

Lára kallar eftir úrbótum í geðheilbrigðismálum
Innlent

Lára kallar eftir úrbótum í geðheilbrigðismálum

„Hvenær verða sett á alvöru geðheilsuúrræði fyrir fólk þar sem tekið er á móti ungu fólki, já bara öllu fólki, af virðingu, þar sem þeim mætir alúð og skilningur?“
„Það eru fordómar í heilbrigðiskerfinu gagnvart heilkenninu“
Innlent

„Það eru fordómar í heilbrigðiskerfinu gagnvart heilkenninu“

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd
Innlent

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd

Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar
Innlent

Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar

Erlendir svikahrappar þykjast vera heyrnarlausir
Innlent

Erlendir svikahrappar þykjast vera heyrnarlausir

Öllum nemendum tryggt jafnt aðgengi að mikilvægri þjónustu
Innlent

Öllum nemendum tryggt jafnt aðgengi að mikilvægri þjónustu

Loka auglýsingu