1
Innlent

Páll segir Reykjavik Excursions vera „einokunarskítafyrirtæki“

2
Innlent

Hjúkrunarfræðingur dró blóð úr vandræðamanni

3
Innlent

23 sækjast eftir nýju embætti

4
Landið

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur

5
Innlent

Tónleikagestir Rottweiler hluti af sektardegi ársins

6
Innlent

Sagður hafa klætt tíu ára barn úr buxunum

7
Heimur

Segir Vilhjálm hafa spilað lykilhlutverk í að svipta Andrési titlinum

8
Innlent

Segir mistök ríkislögreglustjóra frekar vera ásetning

9
Heimur

Komið í veg fyrir „mögulegt hryðjuverk“ í Bandaríkjunum

10
Heimur

Forsætisráðherra Japans segist hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum við Xi

Til baka

Söngkona All Saints opinberar dekkri hlið poppheimsins á tíunda áratugnum

„Það var engin gleði eða hamingja yfir þessu, frekar var litið á þetta með skelfingu og áhyggjum“

Melanie Blatt
Melanie BlattAll Saints var ein heitasta stelpusveitin í denn
Mynd: Instagram-skjáskot

Melanie Blatt, söngkona hljómsveitarinnar All Saints, hefur sagt opinskátt frá því hvernig tónlistarstjórar tóku því þegar hún varð ófrísk á ferli sínum með sveitinni. Melanie, sem er 50 ára í dag, opnar sig í nýrri heimildarmynd og lýsir raunveruleika frægðarinnar á níunda áratugnum.

Hún kemur fram í heimildarmyndinni GirlBands Forever, þar sem hún segir frá því þegar hún og Nicole Appleton, meðlimur All Saints, sögðu stjórnendum frá þungun sinni. Melanie heldur því fram að þeim hafi verið sagt að eyða fóstrunum og einbeita sér að velgengni sveitarinnar.

„Ég hafði ekki verið lengi með kærastanum mínum og þetta kom okkur klárlega á óvart,“ segir Melanie í þættinum. „Það var engin gleði eða hamingja yfir þessu, frekar var litið á þetta með skelfingu og áhyggjum, meðvitað um að nú myndi allt breytast.“

Í myndbroti sem The Sun birti segir Melanie að þeim hafi verið sagt að þær væru „að eyðileggja allt“ og að þetta væri „endir sveitarinnar“.

Melanie eignaðist sitt barn með þáverandi kærasta sínum, Stuart Zender, sem var bassaleikari hljómsveitarinnar Jamiroquai. Nicole, sem var ólétt eftir þáverandi kærasta sinn Robbie Williams, átti ekki barnið.

Melanie viðurkennir að óléttan hafi sett mikið álag á samband hennar og Nicole, þrátt fyrir að þær hefðu verið bestu vinkonur frá ellefu ára aldri. Þær tóku jafnvel óléttupróf saman og ræddu um að ala upp börn hlið við hlið.

„Það er í raun ekki mitt að tala um það,“ segir Melanie, „en því miður… þetta var mjög óþægileg staða vegna þess að ég ákvað að halda mínu barni og hún ekki.“ Hún segir þetta hafa verið „mjög erfitt tímabil“ í þeirra vináttu.

All Saints, sem skipuð var Melanie, systrunum Nicole og Natalie Appleton og Shaznay Lewis, hætti árið 2001 eftir tvær plötur. Þegar sveitin leystist upp voru samskiptin orðin svo stirð að Melanie segir þær hafa „hatað hver aðra“.

Heimildarmyndin, sem er sýnd á BBC Two, fjallar einnig um aðrar þekktar stúlknasveitir á borð við Atomic Kitten, Eternal, Sugababes, Mis-teeq og Little Mix. Þar segir söngkonan Kéllé Bryan úr Eternal frá því hvernig útlitskröfur voru óraunhæfar.

„Fólk hafði alltaf áhyggjur af því hvað við værum þungar,“ segir hún og lýsir tískustefnu þar sem stærð núll var viðmið. „Við vorum sendar út í sveit þar sem var fylgst með því hvað við borðuðum, í dag finnst mér þetta fáránlegt, en svona var þetta gert.“

Kéllé var aðeins 15 ára þegar hún skrifaði undir sinn fyrsta plötusamning ásamt Louise Redknapp. Fljótlega voru þær paraðar saman í Eternal með systrunum Easther og Vernie Bennett.

GirlBands Forever er framleidd af Louis Theroux og fylgir í kjölfar velgengni Boybands Forever. Auk viðtala við meðlimi stúlknasveita koma meðal annars Clara Amfo, Lucie Cave, MNEK, Pete Tong, Nicki Chapman, Scott Mills og Tulisa fram í myndinni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Forsætisráðherra Japans segist hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum við Xi
Heimur

Forsætisráðherra Japans segist hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum við Xi

23 sækjast eftir nýju embætti
Innlent

23 sækjast eftir nýju embætti

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur
Landið

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur

Þriggja ára stúlka lést eftir að hafa fallið í sundlaug á Rhodos
Heimur

Þriggja ára stúlka lést eftir að hafa fallið í sundlaug á Rhodos

Sagður hafa klætt tíu ára barn úr buxunum
Innlent

Sagður hafa klætt tíu ára barn úr buxunum

Segir mistök ríkislögreglustjóra frekar vera ásetning
Innlent

Segir mistök ríkislögreglustjóra frekar vera ásetning

Bálköstur sprakk í andlit móður
Heimur

Bálköstur sprakk í andlit móður

Segir Vilhjálm hafa spilað lykilhlutverk í að svipta Andrési titlinum
Heimur

Segir Vilhjálm hafa spilað lykilhlutverk í að svipta Andrési titlinum

Komið í veg fyrir „mögulegt hryðjuverk“ í Bandaríkjunum
Heimur

Komið í veg fyrir „mögulegt hryðjuverk“ í Bandaríkjunum

Tónleikagestir Rottweiler hluti af sektardegi ársins
Innlent

Tónleikagestir Rottweiler hluti af sektardegi ársins

Segir árásir Ísraels í Palestínu hafa gert grimmdarverk að nýjum viðmiðum heimsins
Heimur

Segir árásir Ísraels í Palestínu hafa gert grimmdarverk að nýjum viðmiðum heimsins

Segir evruna vera „eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag“
Pólitík

Segir evruna vera „eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag“

Reykvíkingur tekinn með vopn og fölsuð skjöl á Sæbraut
Innlent

Reykvíkingur tekinn með vopn og fölsuð skjöl á Sæbraut

Heimur

Forsætisráðherra Japans segist hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum við Xi
Heimur

Forsætisráðherra Japans segist hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum við Xi

Segir árásir Ísraels í Palestínu hafa gert grimmdarverk að nýjum viðmiðum heimsins
Heimur

Segir árásir Ísraels í Palestínu hafa gert grimmdarverk að nýjum viðmiðum heimsins

Þriggja ára stúlka lést eftir að hafa fallið í sundlaug á Rhodos
Heimur

Þriggja ára stúlka lést eftir að hafa fallið í sundlaug á Rhodos

Bálköstur sprakk í andlit móður
Heimur

Bálköstur sprakk í andlit móður

Segir Vilhjálm hafa spilað lykilhlutverk í að svipta Andrési titlinum
Heimur

Segir Vilhjálm hafa spilað lykilhlutverk í að svipta Andrési titlinum

Komið í veg fyrir „mögulegt hryðjuverk“ í Bandaríkjunum
Heimur

Komið í veg fyrir „mögulegt hryðjuverk“ í Bandaríkjunum

Loka auglýsingu