Fimmtudagur 28. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

15 mánaða fangelsi fyrir að niðurlægja heimilislausan mann og birta á Youtube

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kanghua Ren, sem heldur úti Youtube rásinni ReSet, hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir hrekk gagnvart heimilislausum manni. Ren fyllti Oreo kex af tannkremi og bauð manninum. Þá tók hann atvikið upp og deildi á rásinni sinni.

MSN fjallar um málið og segir Ren ákærðan fyrir siðferðisglæp. Honum var gert að greiða manninum um 2,8 milljónir króna í skaðabætur.

Atvikið átti sér stað í janúar 2017 í Barcelona. Ren, sem var þá 19 ára, nálgaðist Gheorge L. og rétti honum pakka af Oreo kexi. Fimm mínútum eftir að hafa innbyrgt kexið fór Gheorge að kasta upp. Hann sagðist hafa óttast um líf sitt þar sem hann þekkti ekki Ren og ekki vitað hvað hann hafði gert við kexið.

„Kannski gekk ég aðeins of langt, en lítum á björtu hliðina: Þetta mun hjálpa honum að halda tönnunum hreinum. Ég held hann hefur ekki burstað þær síðan hann varð fátækur” sagði Ren í myndbandinu. Uppátækinu var ekki vel tekið af fylgjendum á Youtube. Ren ákvað þá að birta annað myndband sem sýndi hann nálgast manninn á ný og spyrja hvernig honum hefði líkað kexið. „Fólk gerir mál úr þessu af því þetta var betlari. Ef þetta væri gert við venjulega manneskju yrði ekkert sagt” sagði Ren.

Stuttu síðar eyddi hann myndbandinu og bauð mannninum um 47.000 krónur, gegn því að hann gerði ekki mál úr hrekknum. Gheorge sagðist aldrei hafa upplifað svona slæma framkomu, allan þann tíma sem hann bjó á götunni. Ren sagðist gera þetta vegna þess að áhorfendur kölluðu eftir því og vilji sjá ógeðfellda hrekki.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ren framkvæmir umdeilda hrekki. Í öðru myndbandi sést hann bjóða eldra fólki og börnum samlokur fullar af kattaskít.

Auglýsingatekjur ReSet námu um 270 þúsund krónum og samkvæmt dómsskjölum voru áskrifendur voru rúmlega ein milljón þegar hrekkurinn átti sér stað. Í dag er rásin með tæplega 300 þúsund fylgjendur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -