Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

85 útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu virðist hafa verið nokkuð annasöm. Í tilkynningu lögreglu segir að 85 útköllum hafi veri sinnt í nótt og eftirmiðdegi í gær. Tvær líkamsárásir, ólæti og umferðarslys.

Ítrekaða fékk lögregla höfuðborgarsvæðisins tilkynningu um æstan og ölvaðan mann til vandræða í miðbæ Reykjavíkur síðustu nótt. Samkvæmt lögreglu gekk hann á milli staða og áreitti gesti og starfsfólk. Maðurinn fannst síðar í verslun þar sem hann var búinn að troða ýmsum vörum inn á sig. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðborginni. Ölvaður og æstur maður hafði brotið rúðu og ráðist að dyravörðum sem hlutu minniháttar áverkar. Hann hrækti síðan á lögreglumann við afskipti. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðborginni vegna líkamsárásar. Mjög ölvaður gerandi handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Minniháttar áverkar á þolanda.

Fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum.

Ekið var á gangandi vegfaranda í miðbæ Reykjavík. Vegfarandinn hlaut minniháttar áverkar á höfði sem sjúkraflutningamenn sinntu á vettvangi. Ökumaðurinn er samkvæmt tilkynningu lögreglu grunaður um að hafa bakkað bifreiðinni hratt og ógætilega þannig að hætta skapaðist fyrir aðra.

Tilkynnt var um bifjólaslys á Bústaðavegi. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala. Í tilkynningu lögreglu segir að hann sé líklega úlnliðsbrotin og bifhjólið mikið skemmt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -