Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

88% starfsmanna Reykjavíkurborgar ánægðir í starfi en 4,6% hafa upplifað áreitni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að niðurstöður könnunarinnar eru á heildina jákvæðar, að 88% starfsmanna eru ánægðir í starfi. „Þessar niðurstöður sýna að á heildina litið upplifir starfsfólk Reykjavíkurborg sem góðan vinnustað,“ segir í tilkynningu um niðurstöðurnar. Þar kemur fram að niðurstöðurnar verða nýttar til að bæta árangur í mannauðsmálum.

Niðurstöðurnar leiddu þó í ljós að 2,8% svarenda, 132 einstaklingar nánar tiltekið, hafa upplifað einelti frá samstarfsfólki á síðustu 12 mánuðum. 4,6% svarenda höfðu þá upplifað einhvers konar áreitni frá samstarfsfólki á þessu tímabili, flestir þeirra, eða 76%, höfðu upplifað áreitni í orðum en 3,2% höfðu upplifað líkamlega kynferðislega áreitni svo dæmi séu tekin.

Sérstakt vefsvæði hefur verið opnað þar sem hægt er að skoða niðurstöðurnar.

Þess má geta að könnunin náði til 8894 starfsmanna og alls barst 4891 svar, sem gerir 55% svarhlutfall.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -