Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ær, lamb og tvær endur eftirlýst á Suðurnesjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglustjórnn á Suðurnesjum lýsir eftir ær, lambi og tveimur öndum. Við leitum að móður og barni sem eru í stroki,” segir á Facebook Lögreglustjórans á Suðurnesjum. „Þau struku frá Grófinni og sáust síðast við Heiðarholt þar sem þau voru á beit og voru alsæl á ferðinni þar.”

„Nú vantar okkur aðstoð íbúa Reykjanesbæjar við leit. Meðfylgjandi er ljósmynd af samskonar móður og barni,” skrifar lögreglustjóri og bætir við: „En svona til að taka allan vafa af þessu þá erum við semsagt að leita af rollu og lambi sem eru á ferðinni í efri byggðum Reykjanesbæjar.”

https://www.mannlif.is/4316

„Endilega verið í bandi við okkur ef það er rolla og lamb á ferðinni í garðinum hjá ykkur.”

Örfáum mínútum síðar birtist önnur tilkynning þar sem lögreglustjóri lýsir eftir pari. „Ja hérna hér, nú er eitthvað einkennilegt í gangi og spurning hvort við þurfum ekki að fara að kalla út bakvakt rannsóknardeildar,” segir í færslunni. „Nú rétt í þessu var okkur að berast tilkynning um að þessi hjón sem eru búsett í Garðinum séu horfin. Við viljum biðja íbúa í Garði að svipast um eftir þeim í garðinum hjá sér og kanna með þau.” Hér er um að ræða tvær endur.

„Ætli það gæti við að Örkin hans Nóa sé komin í einhverja höfnina þar sem von er á rigningu næstu daga? Það á varla að fara að rigna svona mikið er það?”

https://www.mannlif.is/4317

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -