Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Alltaf verið óhræddur við að fara öðruvísi leiðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sýningin LIFANDI HEIMILI 2019 verður haldin í Laugardalshöll 17. til 19. maí. Sýningunni verður skipt upp í sýningarnar Nútímaheimilið og Barnið. Arnar Gauti Sverrisson er listrænn stjórnandi sýningarinnar.

Sýningin Lifandi heimili er sölusýning þar sem gestum sýningarinnar gefst kostur á að kynna sér allt það helsta sem húsgagnaverslanir, hönnuðir og fyrirtæki sem tengjast heimilinu hafa upp á að bjóða.

Hlutverk Arnars Gauta er meðal annars að tryggja góða upplifun gesta. Spurður nánar út í hans hlutverk segir hann: „Mitt hlutverk er að halda utan um alla hugmyndavinnu í samstarfi við sýningarhaldara hjá Vista Expo. Stór þáttur í því er að hugsa út fyrir kassann hvað upplifun gesta varðar. Ég hef alltaf verið óhræddur við að fara nýjar og öðruvísi leiðir,“ segir Arnar sem er afar spenntur fyrir sýningunni.

Sérstakt fagráð hefur verið Arnari Gauta innan handar í hugmyndavinnu og skipulagi. Fagráðið samanstendur af Hallgrími Friðgeirssyni, innanhússarkitekt, og Sigríði Elínu Ásmundsdóttur, ritstjóra Húsa og híbýla, ásamt Arnari. „Þau koma með mikilvægt innleg inn í hugmyndavinnuna um hvernig er hægt að gera sýninguna sem besta. Þau koma svo til með að vera í dómnefnd sem velur frumlegasta sýningarstandinn, flottasta standinn og fleira,“ útskýrir Arnar Gauti.

Hægt að gera góð kaup á sýningunni

Spurður út í hvað sé það skemmtilegasta við það að undirbúa sýningu sem þessa segir Arnar Gauti: „Ég verð að segja að það sé skemmtilegasta við þetta er að sjá sýninguna vaxa ár frá ári. Það var mjög vinsælt hérna áður fyrr að fara á heimilissýninguna og er Vista Expo að endurvekja þennan áhuga hjá bæði sýnendum og gestum með þessari sýningu. Árið 2017 var fyrsta heimilissýningin haldin á þeirra vegum og tókst hún mjög vel.“

Arnar segir að verkefnið sé skemmtilegt en einnig krefjandi: „Það sem er mest krefjandi er að sjá til þess að öll plön gangi upp, sérstaklega þau sem snúa að því að setja upp sýningastandana. Þetta er stórt tækifæri fyrir fyrirtæki að sýna andlit sitt fyrir um það bil 35.000 manns á tveimur dögum.“

- Auglýsing -

Arnar lofar miklu lífi og fjöri í Laugardalshöllinni þessa helgi: „Þarna verður margt fólk og flott fyrirtæki að sýna allt það helsta og flottasta sem tengist heimilinu. Þarna verður hægt að gera góð kaup.“

Arnar segir að gestir sýningarinnar geti látið sér hlakka til ákveðins „wow factors“, eins og hann kallar það, sem mun setja sterkan svip á helgina: „Ég get ekki sagt hver þessi „wow factor“ eins og er, ekki fyrr en ég er búinn að hnýta síðustu hnútana. En við skulum segja að það ætti ekki að fara fram hjá neinum þegar þetta atriði verður kynnt,“ segir Arnar að lokum.

Áhugasamir geta kynnt sér Lifandi heimili nánar hérna.

- Auglýsing -

Sjá einnig:  „Stærsta sýningin sem haldin er fyrir almenning hér á landi“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -