Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Áslaug Arna: „Jaðarflokkar eru alltaf með einfaldar lausnir á vandamálum sem þeir hafa sjálfir búið til”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það verða alltaf til stjórnmálamenn sem vilja notfæra óttann og búa þannig til ímyndaðan óvin til að beina óttanum sem þeir hafa skapað í einhvern farveg.” Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, í eldhúsumræðum á Alþingi.

Hún nefndi að orð skiptu máli, hvernig við veljum og notum þau. „Í heilbrigðu umhverfi ætti að þá fara fram gagnrýnin, yfirveguð og staðreyndamiðuð umræða” sagði Áslaug og bætti við: „Sagan kennir okkur hins vegar að það er í umhverfi efasemda sem minni spámenn sjá sér leik á borði og breyta efasemdum í ótta.”

Með ræðunni gagnrýndi hún efasemdir stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórninni. Þá sakaði hún flokka um að vera vandamálið. „Jaðarflokkar eru alltaf með einfaldar lausnir á vandamálum sem þeir hafa sjálfir búið til.” sagði Áslaug.

„Þeir vita sem er að þegar fólk er óttaslegið þá er auðveldara að stíga á bremsuna og taka óskynsamlegar ákvarðanir. „Þegar alið er á ótta er málefnaleg umræða sett í gapastokkinn og við tekur eðlishvötin, og eðlishvötin segir okkur að breytingar séu hættulegar.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -