Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Átt þú hlýjan fatnað til að gefa?: „Gefðu hlýju sem hlýjar öðrum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Hauksdóttir Schmidt var í forsíðuviðtali Vikunnar í byrjun júní, þar sagði hún sögu sonar síns, Þorbjörns Hauks Liljarssonar Schmidt, en hann bjó á götunni í Reykjavík um 20 ára skeið.

 

Alvarlegt slys sem hann lenti í sem ungur maður, markaði allt hans líf að sögn Gurru.

Þorbjörn lést í Gistiskýlinu á Lindargötu þann 15. október í fyrra, 46 ára að aldri. Gurra sem býr í Danmörku, kom í heimsókn til Íslands síðastliðið haust og varði einum degi með Þorbirni og félögum hans sem búa á götunni.

Í kjölfar heimsóknarinnar vakti hún athygli á stöðu útigangsmanna á Íslandi. Skömmu eftir viðtalið og heimsóknina fékk hún þær skelfilegu fréttir að sonur hennar væri látinn. Sagði Gurra sögu sonar síns, meðal annars í viðtali við DV.

Gurra prýddi forsíðu Vikunnar í byrjun júní.

Öruggt skjól og minningarveggur

Gurra stofnaði minningarsjóðinn Öruggt skjól í minningu sonar síns og hefur haldið áfram að vekja athygli á aðstæðum útigangsmanna. Guðný Pálsdóttir átti þá hugmynd að reisa minningarvegg við gamla Íslandsbankahúsið við Lækjargötu í Reykjavík. Hún og Gurra ásamt fleiri góðum einstaklingum komu veggnum upp á einum degi. Staðurinn var þó ekki varanlegur því á reitnum er að rísa hótel.

- Auglýsing -

Þann 6. september fékk veggurinn varanlegan stað, í Mæðragarðinum í Lækjargötu milli Menntaskólans í Reykjavík og Miðbæjarskólans.

Á vegginn geta þeir sem eru aflögufærir skilið eftir fatnað, matvöru eða annað nýtilegt. Þeir sem eru þurfandi geta því leitað þangað fyrir hlýjan fatnað og annað.

- Auglýsing -

„Við fögnum öllum þeim sem leggja af mörkum hlý föt, matvöru, teppi og annað sem kæmi sér vel fyrir fólkið okkar á götunni og þau sem minna mega sín,“ segir Gurra.

Veggurinn er tvískiptur, hankar öðru megin veggjarins sem snúa út í fallegan garðinn og skiltið er á bakhlið hans. Reykjavíkurborg lagði til vegginn og að sögn Gurru stendur til að byggja yfir hann og jafnvel setja ljós undir þakið.

Mynd / Facebook

Það er því alveg tilvalið fyrir þá sem eru aflögufærir um hlýjan fatnað að taka til í skápunum og hengja upp á veggnum, núna þegar kólna fer í veðri.

„Það er ekki komin yfirbygging svo gott væri að setja fatnaðinn í plastpoka, hankarnir eru ekki margir en bót verður ráðin á því. Kannski er einhver þarna úti sem gæti bætt við 4-5 hönkum, tekið með sér borvélina, þetta er tréveggur,“ segir Gurra sem kemur næst til Íslands um jólin. „Ég kveð landið með hlýju í hjarta og með þakklæti.“

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -