Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Atvinnulausir á Íslandi eru tvöfalt fleiri en fjöldi lausra starfa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 6200 manns eru atvinnulaus en skráð störf eru aðeins rétt rúmur helmingur þess fjölda eða 3500. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka á fyrsta ársfjórðungi ársins var að jafnaði átta af hverjum tíu íbúum landsins. Atvinnuleysi er um 3% að jafnaði undanfarinn ársfjórðung.

Atvinnuleysi stóð nokkurn veginn í stað frá fyrsta ársfjórðungi 2018. Mælt atvinnuleysi var 0,1 prósentustigi hærra, sem er innan skekkjumarka. Hlutfall starfandi stóð einnig í stað frá síðasta ári. Um 48.900 mannst töldust utan vinnumarkaðar á fyrsta ársfjórðungi 2019. Um 30% þeirra voru eftirlaunaþegar eða um 14.400 manns. Þar á eftir voru námsmenn, um 12.000 manns að meðaltali eða um fjórðungur.

Á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru að jafnaði 183.100 manns á aldrinum 16-74 ára við vinnu í hverri viku ársfjórðungsins og var meðalheildarfjöldi vinnustunda þeirra 38,8 klukkustundir. Þeir sem voru í fullu starfi unnu þó ívið meira eða að meðaltali um 44 stundir í viðmiðunarvikunni, en heildarfjöldi vinnustunda í hlutastarfi var að meðaltali um 22,6 klukkustundir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -