Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Baðherbergið innréttað – hvernig nýturðu rýmið best?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margt ber að hafa í huga þegar baðherbergi er innréttað, hvort sem verið er að gera upp gamalt baðherbergi eða innrétta í nýju húsnæði. Við viljum nýta rýmið sem best og um leið hafa það fallegt fyrir augað og gera að okkar. Við fórum á stúfana og fengum góð ráð hjá Berglindi Berndsen innanhússarkitekt en hún býr á Seltjarnarnesi og rekur sína eigin stofu á Fiskislóð 31 í Reykjavík.

Hvað hefur þú í huga þegar þú innréttar baðherbergi með nýtingu í huga?
„Rétt og gott skipulag á baðherbergi skiptir gríðarlega miklu máli upp á nýtingu rýmisins. Opnar sturtur eða svokallaðar ,,walk in“ sturtur geta látið minnstu baðherbergi líta stærri út en raun ber vitni. Innréttingar með góðu og miklu skúffuplássi búa einnig til mikla nýtingu og innfelldir speglaskápar geta látið rýmið virka stærra en það raunverulega er.“

 Skiptir máli að hugsa um notagildið fyrst og fremst eða er það útlitið?
„Mikilvægt er að leggja áherslu á þægindi og notagildi svo rýmið njóti sín til hins ýtrasta en þetta helst allt í hendur. Það er ekkert gaman að hanna fallegt baðherbergi ef notagildið er ekki til staðar og öfugt.“

 Hvernig hugsar þú efnisval fyrir baðherbergi?
„Ég leitast yfirleitt við að hafa samræmi í lita- og efnisvali við það sem fyrir er í húsinu svo fallegt flæði skapist á milli rýma og sérstaklega ef ég sé um heildarhönnun heimilis. Ég huga alltaf að því hanna tímalaus og einföld baðherbergi þar sem að mjúk og náttúrleg paletta er ráðandi til að skapa notalega og hlýlega stemningu.“

Ertu með ákveðinn gátlista sem vert væri fyrir fólk að fara yfir þegar það ákveður að endurnýja baðherbergi eða er að hanna/skipuleggja nýtt?  
„Aðallega þarf að huga vel að þægindum og notagildi rýmisins. Stærð sturtu spilar þar stórt hlutverk, skápapláss og góð vinnu- og stemningslýsing. Hafa ber einnig í huga að þessar framkvæmdir taka mikinn tíma, yfirleitt mun meiri en áætlað er í upphafi og þetta er dýr framkvæmd. Það þarf því að undirbúa svona verk vel. Ég er á því að við arkitektar getum sparað fólki mikinn tíma og mikla fjármuni með betri hönnun og nýtingu.“

Berglind nefnir einnig að vinnu- og stemninglýsing skipti máli
„Góð vinnu- og stemningslýsing skiptir einnig gríðarlega miklu máli við hönnun baðherbergja til að skapa réttu stemninguna. Einnig skiptir miklu máli að vera í góðu sambandi við verkkaupa og alla þá sem að verkinu koma og að algjört traust ríki á milli allra aðila svo lokaniðurstaðan verði sem jákvæðust.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -