Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Beyoncé hætt í viðskiptum við Philip Green vegna ásakana um einelti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Beyoncé hefur slitið viðskiptasambandi við eiganda Topshop. Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis hans saka hann um einelti og áreiti.

Söngkonan Beyoncé hefur slitið samstarfi við viðskiptajöfurinn Sir Philip Green, eiganda Topshop, eftir að nokkrir fyrrverandi starfsmenn hans hafa stigið fram og sakað hann um einelti og áreiti.

Fyrirtæki Beyoncé, Parkwood, hefur verið í samstarfi við fyrirtæki Green, Arcadia Group undanfarin fjögur ár vegna fatamerkisins Ivy Park. En nú hefur Parkwood keypt Green út úr samstarfinu, hann átti 50% hluta í Ivy Park.  Greint var frá þessu í yfirlýsingu frá Ivy Park.

Ivy Park sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin tvö ár en merkið var selt í verslunum Topshop sem er dótturfyrirtæki Arcadia Group.

Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að Green hefði farið fram á tímabundið lögbann á umfjöllun Daily Telegraph. Í umfjölluninni sögðu fimm starfsmenn Green frá meintu kynferðislegu áreiti, rasískum ummælum og einelti Green. Hann hefur neitað öllum ásökunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -