Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Á þriðja tug þeirra sem töldu sig blekkta af Björgólfi Guðmundssyni hafa látist síðan viðskiptin áttu sér stað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þriðja tug lántakenda sem hafa staðið í málaferlum gegn Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans, hafa látist frá því að meint brot voru framin. Í málaferlinu er Björgólfur sakaður um blekkingar og svik í garð lánþega.

Stundin fjallar um málaferlin í dag. Skömmu fyrir hrun veitti Landsbankinn í Lúxemborg lán til lífeyrisþega. Lánin voru kölluð „equity release” og voru veitt gegn veðum í fasteignum lánþega. Þeir fengu aðeins hluta upphæðarinnar greitt út en restin var sett í fjárfestingar hjá Landsbankanum. Það átti að skila lánþegum nægri ávöxtun til að greiða vaxakostnað lánsins. Um hundrað manns telja sig blekkt og hafa höfðað mál gegn Björgólfi.

Saksóknarar í Frakklandi hafa nú farið fram á hámarksrefsingu yfir Björgólfi, sem er sagður höfuðpaurinn í málinu. Ef þeir fá sýnu framgengt gæti Björgólfur átt von á fimm ára fangelsisdóm. Þeir telja eignirnar hafa verið metnar of hátt og því hafa lánveitingar verið umfram raunverulegt virði. Þá hafi fjármunirnir verið notaðir í annað en lofað var og stjórnendur hafi gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans fyrir hrun.

Það vakti athygli í upphafi maí þegar Björgólfur virti fyrirmæli fransks dómara að vettugi og gekk út úr réttarsal við þinghald. Björgólfur er einn níu sakborninga í málinu. RÚV greindi frá. Málið snýr að starfsemi Landsbankans í Lúxemborg en bankinn er sagður hafa blekkt stóran hóp fólks. Stjórnendur bankans eru ákærðir fyrir að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá Landsbankanum í Lúxemborg á fölskum forsendur.

Flest þeirra sem urðu fyrir miklu fjárhagstjóni eru ellilífeyrisþegar sem áttu verðmætar húseignir sem þau lögðu að veði fyrir lánunum. „Þeir fengu hluta lánsupphæðarinnar greidda út en afganginn ætlaði Landsbankinn að fjárfesta þannig að fólkið þyrfti ekki að greiða af láninu. Blekkingarnar fælust meðal annars í því að krefjast veða fyrir allri lánsupphæðinni þótt bankinn hafi haldið stærstum hluta hennar eftir. Eftir hrun hóf slitastjórn Landsbankans í Lúxemborg að innheimta lánin sem olli mörgum fjárhagslegum erfiðleikum,“ segir í frétt RÚV frá 2017.

Björgólfur var sýknaður í ágúst árið 2017 af en þá þegar sögðu talsmenn lántaka að ætlunin væri að vinna áfrýjun.

Nú er þinghald í áfrýjun málsins en meðal ráðgjafa þeirra sem töpuðu fé er Eva Joly, fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara á Íslandi. Að sögn RÚV hefur Joly gjörbreytt stöðu lánshafa í málinu með þekkingu sinni á málinu. Sérstakur saksóknari er embætti sem sett var á fót til að rannsaka og sækja til saka aðila sem grunur var á að hefðu brotið af sér í aðdraganda bankahrunsins.

- Auglýsing -

Í frétt RÚV er því þá lýst hvernig Björgólfur og verjendur hans löbbuðu út úr réttarsal þegar dómari hafnaði beiðni þeirra um tíu mínútna hlé. Í samtali við RÚV segir Joly að hún hafi aldrei orðið vitni eða heyrt af því að lögfræðingar virtu orð dómara að vettugi Lögmönnum Björgólfs var tilkynnti að framferði þeirra gæti haft afleiðingar og hafi verið tilkynnt til þar til gerðra yfirvalda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -