Miðvikudagur 27. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Brotnar siðareglur og skilorðsbundið fangelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í hverri viku tiltekur Mannlíf þá aðila sem átt hafa góða viku og slæma viku. Að þessu sinni eru það Ásmundur Friðriksson annars vegar og Jón Ingi Gíslason hinsvegar sem eru hinir útnefndu.

 

Góð vika – Ásmundur Friðriksson

Óhætt er að segja að margir hafi átt góða viku. Íbúar Austurlands hafa notið veðurblíðu síðustu daga. Karlalið Víkings í knattspyrnu átti frábæra endurkoma í Eyjum þegar Víkingur sigraði ÍBV og varð fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu.

Eflaust hafa þó fáir glaðst eins mikið og þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson þegar Forsætisnefnd Alþingis féllst á að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefði brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum um akstursgreiðslur hans. Ekki glöddust þó allir og sagði flokksbróðir Þórhildar Sunnu, Jón Þór Ólafsson, að „þessi afgreiðsla væri til þess fallin að fela mögulega spillingu og þagga niðri í þeim sem vilja uppræta hana“.

Slæm vika – Jón Ingi Gíslason

Svandís Svavarsdóttir hefur ekki beinlínis átt sjö dagana sæla vegna sykurskatts sem hún hefur boðað til. Ummæli hennar um að hlutfall of feitra væri hátt á Íslandi vakti líka reiði og var Svandís sökuð um að kynda undir báli fitufordóma. Vika Jóns Ársæls Þórðarsonar varð heldur engin skemmtiferð þegar honum var stefnt af einum viðmælenda sinna úr þáttunum Paradísarheimt.

- Auglýsing -

Nafni hans Jón Ingi Gíslason, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, toppaði þó allt þegar hann var í Héraðsdómi dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 19.350.000 sekt í ríkissjóðs vegna stórfellds skattalagabrots. Þetta varð ekki beint til að auka hróður Jóns sem hafði áður verið vikið úr áhrifastöðum innan Framsóknar vegna málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -