Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Dansarar fækka fötum og sitja fyrir á undurfögrum myndum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljósmyndarinn Omar Z. Robles hefur myndað ballettdansara í um fjögur ár víðs vegar um heiminn. Í myndum sínum leyfir Omar líkömum dansaranna að segja sögu þeirra, og undirstrikar oft andstæður í myndunum með því að láta dansarana sýna listir sínar í hráu umhverfi stórborga.

„Áður en ég varð ljósmyndari lærði ég og vann við látbragðsleik,” segir Omar í samtali við Bored Panda. „Ég fann svipaða leið til að segja sögur í ljósmyndunum með því að nota myndmál.”

Í nýjustu seríu sinni, Bare Sky Dance, stillir hann dönsurum upp á húsþökum í New York-borg. Dansararnir eru gjörsamlega berskjaldaðir þar sem þeir sitja fyrir naktir.

„Nakinn líkami segir mikið um okkar brothættu en jafnframt dularfullu og tignarlegu tilveru,” segir Omar og bætir við:

„Við fæðumst nakin og vorum getin við athæfi sem krefst nektar, í flestum tilvikum.”

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum í seríunni Bare Sky Dance, en þær eru vægast sagt undurfagrar:

- Auglýsing -

Myndir / Omar Z. Robles

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -