Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

„Ég lifði í stöðugum ótta um að einhver myndi afhjúpa mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég vildi ekki trúa þessu,“ segir söngkonan Mariah Carey í forsíðuviðtali við tímaritið People, þar sem hún opnar sig um baráttu sína við geðhvarfasýki.

Mariah segist hafa greinst með sjúkdóminn árið 2001 í kjölfarið á því að hún hafi verið lögð inná spítala eftir að hún brotnaði niður andlega og líkamlega.

„Mig langaði ekki að burðast með smánarblettinn sem þessi lífstíðarsjúkdómur hefur, sjúkdóm sem myndi skilgreina mig og hugsanlega eyðileggja feril minn. Ég var dauðhrædd um að missa allt. Ég sannfærði sjálfa mig um að eina leiðin til að kljást við þetta væri að kljást ekki við þetta,“ segir Mariah í þessu einlæga viðtali.

Tekur lyf við sjúkdómnum

„Ég lifði í afneitun og einangrun þar til nýlega og ég lifði í stöðugum ótta um að einhver myndi afhjúpa mig. Þetta var of þung byrði til að bera og ég gat það einfaldlega ekki lengur. Ég leitaði mér meðferðar, ég umkringdi mig jákvæðu fólki og byrjaði aftur að gera það sem ég elska – að skrifa og semja tónlist. Eins erfitt og þetta er þá vissi ég að það væri komið að því að ég myndi loksins deila sögu minni,“ segir þessi hæfileikaríka kona.

Forsíða People.

Söngkonan segist nú vera í meðferð og á lyfjum við geðhvarfasýki II sem lýsir sér í ýmist þunglyndi eða oflæti.

„Ég tek lyf sem virðist ganga vel. Þau gera mig ekki of þreytta eða sljóa eða neitt svoleiðis. Það er mikilvægast að finna jafnvægið,“ segir Mariah og bætir við að hún hafi ákveðið að leita sér meðferðar eftir erfiðustu ár lífs síns.

Mariah á tvíburana Monroe og Moroccan, sex ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Nick Cannon. Hún segist vera á góðum stað í lífinu í dag og vill aflétta þeirri skömm sem fylgir geðsjúkdómum.

- Auglýsing -

„Ég er vongóð um að við getum komist á stað þar sem skömminni verður aflétt af fólki sem gengur í gegnum svona nokkuð eitt. Þetta getur verið mjög einangrandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -