Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Ég var bara fangi á Íslandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómas Þór Þórðarson hefur verið ráðinn til að stýra þætti um enska boltann hjá Sjónvarpi Símans. Hann segist vera ánægður með nýja starfið þótt hann sé í eðli sínu lítið gefinn fyrir breytingar. Fáir hafa hins vegar gert eins miklar breytingar á lífi sínu og Tómas sem hefur á fimm árum losnað við 120 kíló og líður miklu betur.

„Lygar og feluleikir eru algjörlega órjúfanlegur hluti af fíknihegðuninni og það er alveg ótrúlegt hvað það er erfitt að fá hjálp við matarfíkn. Ég vona samt að það sé komið eitthvað lengra núna en það var á þeim árum,“ segir Tómas Þór í opinskáu viðtali við Mannlíf sem kemur út á morgun. Þar ræðir hann meðal annars um þá miklu breytingu sem hefur átt sér stað í hans lífi eftir að hann grenntist.

„Á rosalega skömmum tíma var ég farinn að geta gert alls konar hluti sem ég hafði ekki getað áður,“ útskýrir Tómas.

„Ég hafði til dæmis ekki getað farið í vinnuferðir til útlanda síðan 2008 þegar ég fór á EM í Frakklandi 2016. Ég hafði bara einu sinni á þeim tíma farið í flug, í afmælisferð með pabba til Manchester 2014. Ég var bara fangi á Íslandi. Síðan ég fór í aðgerðina hef ég farið í endalausar flugferðir, bæði vegna vinnunar og til að skemmta mér með kærustunni. Og ég get gengið. Ég veit ekki hvort nokkur maður áttar sig á því hvernig það er að geta ekki labbað nema 60 metra í einu og geta ekki staðið í lappirnar meira en fjórar mínútur í einu án þess að þurfa að setjast, þannig að mér finnst næstum því eins stórkostlegt að geta gengið um allt eins og að sjá alla þessa stórkostlegu staði.

„Ég sturtaði frá mér þrítugsaldrinum með mat.“

Svo er ég náttúrlega kominn með minn eigin sjónvarpsþátt sem ég hélt að myndi aldrei gerast, það var verið að kaupa mig í aðra vinnu og ég er kominn í sambúð. Þannig að hlutirnir hafa gengið alveg rosalega hratt fyrir sig eftir að ég loksins komst í stand til að gera venjulega hluti í lífinu, ná frama í vinnunni og verða ástfanginn til dæmis. Mér finnst ég engan tíma mega missa þar sem ég sturtaði frá mér þrítugsaldrinum með mat, þannig að markmiðið er að reyna að gera eitthvað af viti á þessum blessaða fertugsaldri.“

Ekki missa af Mannlífi á morgun.

Uppfært:
Lestu viðtalið við Tómas í heild sinni hérna: Var með eina og hálfa manneskju utan á sér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -