Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Ég var sjálfur hissa þegar ég sá tillöguna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjálm­ar Sveins­son borg­ar­full­trúi segir umræðuna um verk Karin Sander í kringum hann vera jákvæða. „Fólki sem ég þekki finnst þetta djarft og fallegt og óvænt.“

Mikil umræða hefur skapast síðan greint var frá því að tvö pálmatré munu prýða nýja íbúðarbyggð í Reykjavík. Pálmatréin eru hluti af listaverki þýsku listakonunnar Karin Sander. Margt fólk hefur sterka skoðun á verkinu og ekki síður verði verksins en það kostar 140 milljónir.

Listaverk Karinar bar sig­ur úr být­um í sam­keppn­inni um útil­ista­verk í Voga­byggð. Niðurstaða dóm­nefnd­ar var kynnt í Lista­safni Reykja­vík­ur á Kjar­vals­stöðum í gær.

Í dóm­nefnd sátu Hjálm­ar Sveins­son, borg­ar­full­trúi og formaður dóm­nefnd­ar, Signý Páls­dótt­ir, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri menn­ing­ar­mála hjá Reykja­vík­ur­borg, Ólöf Nor­dal, mynd­list­armaður og pró­fess­or við Lista­há­skóla Íslands, og mynd­list­ar­mennirnir Bald­ur Geir Braga­son­ar og Ragn­hild­ur Stef­áns­dótt­ir. Í samtali við Mannlíf segir Hjálmar að niðurstaða dómnefndar hafi verið einróma.

Spurður út í hvernig umræðan í kringum pálmatréin leggst í hann og hvernig hún sé í kringum hann segir Hjálmar: „Umræðan um verk Karin Sander í kringum mig er jákvæð. Fólki sem ég þekki finnst þetta djarft og fallegt og óvænt. Þeir sem til þekkja vita líka að Karin Sander er stórt nafn í listaheiminum í dag. Auðvitað fer ekkert framhjá mér að sumir eru hissa og margir fjúkandi reiðir á netmiðlum. Ég get skilið það að vissu leyti. Ég var sjálfur hissa þegar ég sá tillöguna en sannfærðist fljótlega um að þetta verður frábært verk sem á eftir að verða kennileiti nýrrar Vogabyggðar.

Auðvitað fer ekkert framhjá mér að sumir eru hissa og margir fjúkandi reiðir á netmiðlum.

Held líka að einhverjir munu breyta um skoðun þegar þeir sjá hvernig er staðið að fjármögnun innviða í Vogabyggð.“

Sjá einnig: Hver er Karin Sander, listakonan á bak við pálmatréin í Vogabyggð?

- Auglýsing -

Mynd / Skjáskot af RÚV

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -