Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ein helsta talskona LGBT-fólks í Rússlandi myrt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn af ötulustu aðgerðasinnum Rússlands fannst látin nærri heimili sínu í morgun. Hún hafði verið myrt.

Lík hinnar 41 árs Yellenu Grigoryevu fannst  í runna nærri heimili hennar í Pétursborg. Hún hafði verið kyrkt og stungin. Hún var ötull talsmaður réttinda LGBT fólks auk þess sem hún hafði mótmælt innlimun Rússlands á Krímskaga og gagnrýnt meðferð rússneskra stjórnvalda á föngum.

Vinir Grigoryevu, sem staðfestu andlát hennar á samfélagsmiðlum, upplýstu að henni hafi borist morðhótanir nýverið. Á vef BBC segir að einn sé í haldi lögreglu vegna morðsins.

Aðgerðasinnar, stjórnarandstæðingar og fjölmiðlamenn gagnrýnir á stjórnvöld sæta reglulegum árásum og hótunum í Rússlandi. Í janúar var aðgerðasinninn Konstantin Sinitsyn myrtur nærri heimili sínu í Pétursborg en lögreglan úrskurðaði að um rán hafi verið að ræða.

Fjögur ár eru síðan stjórnarandstæðingurinn Boris Nemtsov var myrtur í Moskvu. Hann var einarður andstæðingur Vladímírs Pútín forseta og hafði vikurnar fyrir morðið talað um að Pútín ætti eftir að taka hann af lífi. Fimm menn frá Tétsníu voru sakfelldir fyrir morðið en aldrei hefur verið upplýst um hver fékk þá til að fremja það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -