Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Ekki alveg til í algjör rólegheit“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf fékk enga aðra en tónlistarkonuna Gretu Salóme til að setja saman helgarlistann að þessu sinni. Sjálf segist Greta vera mikil alæta á tónlist og hún geti í rauninni hlustað á allt eins og meðfylgjandi listi sýni.

Föstudagur

„Fyrsta platan sem ég valdi er platan Zanaka með frönsku tónlistarkonunni Jain. Þessi söngkona er alveg tryllingslega töff og mörg lög sem koma manni í fíling eins og Makeba og Come. Þetta er svona þægileg plata fyrir föstudag og kemur mér alltaf í gott skap.“

Laugardagur

„Fyrir laugardaginn hef ég valið eðalnostalgíuna Hot Fuss með einni af uppáhaldshljómsveitunum mínum, The Killers sem kom út 2004. Þessi plata er svo mikil snilld og svo mikið af geggjuðum lögum eins og Mr. Brightside sem er eitt besta lag allra tíma að mínu mati og svo lag eins og Somebody told me sem er önnur klassík. Tilvalið til að koma manni í stuð.“

Sunnudagur

„Sunnudagar eru oft mjög „mellow“-dagar en ég er ekki alveg til í algjör rólegheit. Mér finnst sænska  indie/poppsöngkonan Tove Styrke alveg geggjuð og platan hennar Sway sem kom út á árinu er æðisleg. Þetta er svona tónlist sem ég vil hlusta á þegar ég er að taka til eða gera mat. Uppáhaldslögin mín á þessari plötu eru Say my name, On the low og I lied.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -