Elín Harpa sendir frá sér sitt fyrsta frumsamda lag

Elín Harpa er 23 ára tónlistarkona úr Breiðholti. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Elín samið tónlist í mörg ár. Elín hefur mikið sungið og spilað jazz og einnig þanið raddböndin með hljómsveitinni Bang Gang sem stýrt er af Barða Jóhannssyni. Síðustu tvö ár hefur Elín verið talsvert á flakki en hún hefur m.a. túrað með Bang Gang í Kína, svo fátt sé nefnt.

Upptökur á sólóverkefni Elínar hófst haustið 2018 og er lagið Run fyrsta frumsamda lagið sem hún gefur út. Lagið var samið í fyrra og frumflutt á Iceland Airwaves 2018 ásamt öðru efni sem kemur út á næstu misserum. Lagið var tekið upp og unnið í samstarfi við hinn hæfileikaríka Magnús Jóhann Ragnarsson. Hægt er að hlusta á Run á Spotify og Albumm.is.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is