Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Erfitt að vita hverjir sóðarnir eru

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk fyrirtæki eru skikkuð, samkvæmt lögum, til að huga að umhverfi sínu. Heilbrigðiseftirlitið getur hins vegar ekki tekið saman gögn um hvaða fyrirtæki huga að umhverfi sínu og hver eru umhverfissóðar.

Guðjón Ingi Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi í umhverfiseftirliti hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

„Við höfum reglulega afskipti af fyrirtækjum vegna umgengni eða úrgangs á lóð,“ segir Guðjón Ingi Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi í umhverfiseftirliti hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.  „Umgengni við mörg fyrirtæki er til fyrirmyndar, ásættanleg við önnur og svo eru alltaf dæmi þar sem umgengni gæti við betri og jafnvel mun betri en raunin er. Ef í ljós kemur í eftirliti að umgengni er ábótavant er ávallt gerð krafa um að bætt sé úr.“

Guðjón segir hins vegar erfitt að segja til um hvort umhverfiseftirlitið hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafi oft eða sjaldan afskipti af fyrirtækjum vegna umgengni eða úrgangs á lóð vegna annmarka á skráningarkerfi eftirlitsins. „Því miður er skráningarkerfi Heilbrigðiseftirlitsins þannig gert að mjög takmarkað er hvað hægt er að taka út af upplýsingum. Meðal annars er ekki hægt með einföldum hætti að taka sérstaklega út kvartanir vegna lóða eða umgengni við fyrirtæki,“ segir hann og nefnir sem dæmi að ef athugasemdir eru gerðar í reglubundnu eftirliti sé það skráð í eftirlitsskýrslu en ekki skráð sem kvörtun.

„Ég held líka að auglýsingin hafi hreyft við fólki. Um helgina var fullt af fólki sem tíndi mörg tonn af rusli. Þetta var venjulegt fólk að tína um allt land, því blöskrar skíturinn.“

Vegna fyrrgreindra annmarka á skráningarkerfi eftirlitsins er um leið ógerlegt að sjá hvaða fyrirtæki í borginni brjóta, jafnvel ítrekað, reglugerðir eða lög sem skikka fyrirtæki til að huga að umhverfi sínu. En sem dæmi um slíka reglugerð má nefna 16. grein reglugerðar Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, sem gerir umráðamönnum fyrirtækjalóða skylt að halda lóðunum hreinum og snyrtilegum.

Fólki blöskrar skíturinn
Á Facebook hefur plokkurum verið tíðrætt um rusl í nágrenni við fyrirtæki í þéttbýli. Þar á meðal Einar Bárðarson sem er einn af þekktustu plokkurum landsins og stofnandi Plokk á Íslandi. „Við sem samfélag höfum smitast rosalega hratt af sorpblindu,“ segir hann. „Við sjáum ekki skítinn.“

Á Facebook hefur plokkurum verið tíðrætt um rusl í nágrenni við fyrirtæki í þéttbýli. Einar Bárðarson tekur undir umræðuna en segir að nokkur fyrirtæki hafi þó í gegnum tíðina haldið hreinsunardag þar sem tekið er til í nærumhverfi þeirra. Þau fyrirtæki eigi hrós skilið.

Um síðustu helgi hvatti Einar með opnuauglýsingu í dagblöðum eigendur og stjórnendur fyrirtækja að ganga í lið með plokkurum og velja einn dag í vor til að standa að allsherjar vorhreinsun í nærumhverfi fyrirtækjanna. Í auglýsingunni var tekið sem dæmi að fyrirtæki gætu boðið fólki að taka eina aukavakt til vinnu af þessu tilefni og hreinsa til í kringum fyrirtækið.

„Stjórnendur fyrirtækja tóku almennt vel í þetta,“ segir hann. „Ég held líka að auglýsingin hafi hreyft við fólki. Um helgina var fullt af fólki sem tíndi mörg tonn af rusli. Þetta var venjulegt fólk að tína um allt land, því blöskrar skíturinn.“

- Auglýsing -

Spurður hvernig hægt sé að bæta ástandið, segir Einar að sveitarfélög og fyrirtæki sem sjái um sorphirðu geti til dæmis unnið saman að því að bæta ruslatunnur með teygjum yfir lok eða annað sem hindrar að þær opnist við að fjúka á hliðina þannig að innihaldið dreifist um allt. Eins geti fólk haft augun opin fyrir rusli þegar það ekur í vinnuna. Við það aukist næmni þess fyrir umhverfinu.

Getur krafist lagfæringa og viðgerða
Þess má geta að heilbrigðisnefnd getur krafist lagfæringa og viðgerða á lóðum, girðingum og mannvirkjum, ef nauðsynlegt þykir til þrifnaðar eða ef ástand þeirra er til lýta fyrir umhverfið. Nefndin getur jafnvel látið hreinsa einkalóðir á kostnað eigenda telji nefndin þess þörf vegna mengunar og óhollustu.

Að auki er að finna ákvæði í almennum starfsleyfisskilyrðum Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi atvinnurekstur sem taka á úrgangi og umgengni. Þau skilyrði fylgja með starfsleyfi allra fyrirtækja sem fá starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -