Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Amanda Knox fær bætur frá ítalska ríkinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag komst Mannréttindadómsstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að ítalska ríkið braut gegn Amöndu Knox.

Mannréttindadómsstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að að Ítalska ríkið hafi brotið á hinni bandarísku Amöndu Knox í máli hennar. Knox var ásamt kærasta sínum, Raffaela Silicito, fundin sek um morð á meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, árið 2007.

Knox og Silicito voru þá sýknuð árið 2011. Sumarið 2013 ákvað hæstiréttur Ítalíu að rétta í málinu á ný og voru þau Knox og Silicito fundin sek á ný. Bæði voru þau þá sýknuð af morðinu í annað sinn árið 2015. Þau héldu alltaf fram sakleysi sínu.

Knox stefndi ítalska ríkinu fyrir mannréttindadómstól Evrópu árið 2016 en hún hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í ítalska réttarkerfinu. Knox, sem stundaði nám á Ítalíu árið 2007, var yfirheyrð í marga klukkutíma á ítölsku án túlks vegna morðsins á Kercher. Þá var henni ekki útvegaður lögfræðingur fyrr en eftir yfirheyrslur. Knox hefur einnig haldið því fram að hún hafi verið beitt ofbeldi á meðan á yfirheyrslum stóð.

Málið vakti mikla athygli og hafa Netflix-þættir um málið til að mynda notið mikilla vinsælda síðan þeir komu út árið 2016.

Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í dag ítalska ríkið til að greiða Knox rúmar 18.000 evrur í skaðabætur vegna óréttlátrar málsmeðferðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -