Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Dagurinn á fæðingardeildinni kostar tæpa milljón

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú líður senn að því að Kate Middleton, hertogynjan af Cambridge, og Vilhjálmur Bretaprins eignist sitt þriðja barn, en fyrir eiga þau soninn George, sem er fæddur árið 2013, og dótturina Charlotte, sem kom í heiminn árið 2015. Kate er sett þann 23. apríl næstkomandi en búið er að staðfesta að hún muni eiga barnið í lúxussvítu á St. Mary’s sjúkrahúsinu í Paddington í London, líkt og með fyrri börnin.

Samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly kostar dagurinn í svítunni tæplega 9700 dollara, eða rétt tæplega milljón íslenskra króna. Sömu heimildir herma að svítan hafi verið lokuð síðan um miðjan mars á þessu ári og að gætt sé fyllsta öryggis í aðdraganda konunglegrar fæðingar.

Hjónin undirbúa fæðingu þriðja barnsins.

„Öryggisverðir fara reglulega yfir herbergið sem er síðan innsiglað með límbandi. Þetta er mikil öryggisaðgerð. Jafnvel rýmið fyrir ofan herbergið er skoðað reglulega,” segir heimildarmaður tímaritsins.

Annar heimildarmaður segir alla fæðinguna skipulagða frá A til Ö, jafnvel meira en þær fyrri.

„Allt er planað niður í minnstu smáatriði,” segir hann og bætir við að það sé sérstakt barnateymi á vakt í Kensington-höll sem bíður þess að hríðir fari af stað.

Fjögur verða bráðum fimm.

Meðal þeirra sem eru í teyminu er Carole, móðir Kate, og sér hún um að allt sé tilbúið fyrir stóra daginn, hvort sem það er fjölmiðlaplan eða allt er varðar sjúkrahúsið.

„Það er varaáætlun fyrir allt,” segir heimildarmaðurinn.

- Auglýsing -

Með fylgir svo áætlun fyrir fæðinguna, en þegar Kate fer á stað munu þau Vilhjálmur keyra beint frá höllinni á spítalann, sem er aðeins í þriggja kílómetra fjarlægð eða svo. Spítalanum verður gert viðvart aðeins nokkrum mínútum áður en hjónin koma á staðinn til að sporna gegn því að fjölmiðlar fái veður af fæðingunni.

Carole stendur vaktina í Kensington-höll á meðan og hugsar um systkinin George og Charlotte. Þegar barnið kemur síðan í heiminn verður tilkynning sett á stand fyrir utan Buckingham-höll, en fæðingin verður einnig tilkynnt á samfélagsmiðlum. Gert er ráð fyrir að Kate snúi aftur heim með hvítvoðunginn sama dag eða næsta morgun eftir fæðinguna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -