Leigja hús á 11,7 milljónir króna á mánuði

Justin Bieber og Hailey Baldwin eru komin á leigumarkaðinn.

Nýbökuðu hjónin Justin Bieber og Hailey Baldwin eru farin að leigja íbúð saman. Íbúðin er ekkert slor en um 650 fermetra glæsihöll í Toluca Lake-hverfinu í Los Angeles er að ræða.

Húsið sem skötuhjúin leigja var á sölu fyrir tæpan milljarð króna en samkvæmt heimildarmanni PEOPLE samdi Bieber um mánaðarleigu í stað þess að festa kaup á eigninni.

Eignin sem um ræðir var tekin í gegn fyrir tveimur árum. Hún hefur að geyma fimm svefnherbergi og sjö baðherbergi. Í húsinu er upptökuver, líkamsræktarstöð, risastór bílskúr og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Heimildarmaður PEOPLE segir þá að húsið sé tilvalið undir veisluhöld því í því er fullbúið eldhús sem hentar vel fyrir meistarakokka.

AUGLÝSING


Justin Bieber og Hailey Baldwin eru víst gift

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is