Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Peter Jackson leikstýrir nýrri heimildarmynd um Bítlana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikstjórinn Peter Jackson mun sjá um að leikstýra nýrri heimildarmynd um Bítlana. Myndin fjallar um gerð seinustu plötu Bítlanna, Let It Be.

Peter Jackson tekst nú á við ansi stórt verkefni en hann vinnur með 55 klukkustundir af áður óséðu myndefni sem tekið var í upptökuveri árið 1969. Paul McCartney, Ringo Starr, Yoko Ono og Olivia Harrison eru Jackson innan handar við gerð myndarinnar. Þetta kemur fram á vef Pitchfork.

Það var breski leikstjórinn og sjónvarpsmaðurinn Michael Lindsay-Hogg  sem tók myndefnið upp á sínum tíma fyrir heimildarmyndina Let It Be sem kom út árið 1970. Jackson mun vinna úr því myndefni sem Hogg notaði ekki í upprunalegu myndina.

Jackson vil meina að myndin gefi áhorfendum tækifæri til að „vera fluga á vegg í upptökuveri“ hjá Bítlunum og að myndin sé eins og tímavél sem flytji fólk aftur til ársins 1969.

Jackson er himinlifandi með þetta verkefni. „Að hafa skoðað þetta efni sem Michael Lindsay-Hogg tók 18 mánuðum áður en Bítlarnir hættu, þetta er einfaldlega ótrúleg söguleg fjársjóðskista.“

Platan Let It Be kom út í maí árið 1970, um einum mánuði eftir að Bítlarnir hættu. Platan var tólfta og síðasta platan sem hljómsveitin gaf út.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -