Rakst á sjaldgæft hvítt hreindýr

Skjannahvít hreindýr sem þessi eru sögð afar sjaldgæf.

Norski ljósmyndrinn Mads Nordsvee birti myndir af sjaldgæfu skjannahvítu hreindýri á Instagram. Hann rakst á hreindýrið þar sem hann var í gönguferð ásamt nokkrum vinum í norður Noregi. „Það hvarf næstum því alveg í snjóinn,“ skrifaði Mads meðal annars við myndirnar.

Hreindýrið er skjannahvítt vegna gallaðs litagens sem veldur því að ekkert litarefni er í feldinum. Þó er ekki um albínisma að ræða.

Skjannahvít hreindýr sem þessi eru sögð afar sjaldgæf er fram kemur á vef BBC. En árið 2016 sást hvítt hreinddýr hjá sveitabænum Mala í Svíþjóð. Samkvæmt skandinavískri hjatrú boðar það gott að sjá hvítt hreindýr.

Eins og sjá má á myndunum sem Mads deildi var dýrið gæft og kom alveg upp að honum og virtist forvitið um myndavélina.

AUGLÝSING


Mynd / Mads Nordsveen

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is