Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Segir Oxford-háskóla hafa hafnað styrk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rapparinn Stormzy segir stjórnendur Oxford-háskólans hafa hafnað samstarfi við hann.

Breski rapparinn Stormzy segir skólastjórn Oxford-háskólans hafa hafnað tilboði hans um að veita tveimur þeldökkum breskum nemendum sem koma úr fátækt skólastyrk.

Stormzy greindi frá þessu á fjölmiðlafundi sem haldin var á Barbican-safninu í London vegna útgáfu nýrrar bókar hans. „Við reyndum við Oxford en þeir vildu ekki taka þátt,“ sagði rapparinn um verkefnið.

Hann útskýrði þá verkefnið fyrir viðstöddum og kvaðst vilja aðstoða framúrskarandi nemendur sem hafa alist upp við fátækt við að mennta sig í virtum skólum. „Ég hef alltaf verið heillaður af snillingum, fólki sem er gáfaðra en ég. Og núna er ég í þeirri stöðu að ég get lagt mitt af mörkum.“

Síðan stjórnendur Oxford-háskóla höfnuðu tilboði Stormzy hafa stjórnendur Cambridge-háskólans tekið tilboðinu og ætla í samstarf við rapparann.

Styrkur Stormzy felst í því hann mun borga skólagjöld fyrir tvo þeldökka nemendur Cambridge-háskólans í þrjú ár til viðbótar við að veita þeim peningastyrk fyrir uppihaldi.

Þessu er greint frá á vef The Guardian. Þar kemur fram að forsvarsmenn Oxford-háskólans hafa ekki viljað svara fyrirspurnum en skólinn hefur fengið mikla gagnrýni vegna málsins.

- Auglýsing -

https://www.instagram.com/p/BmiNIWXFDBO/?utm_source=ig_web_copy_link

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -