Segir Oxford-háskóla hafa hafnað styrk

Rapparinn Stormzy segir stjórnendur Oxford-háskólans hafa hafnað samstarfi við hann.

Breski rapparinn Stormzy segir skólastjórn Oxford-háskólans hafa hafnað tilboði hans um að veita tveimur þeldökkum breskum nemendum sem koma úr fátækt skólastyrk.

Stormzy greindi frá þessu á fjölmiðlafundi sem haldin var á Barbican-safninu í London vegna útgáfu nýrrar bókar hans. „Við reyndum við Oxford en þeir vildu ekki taka þátt,“ sagði rapparinn um verkefnið.

Hann útskýrði þá verkefnið fyrir viðstöddum og kvaðst vilja aðstoða framúrskarandi nemendur sem hafa alist upp við fátækt við að mennta sig í virtum skólum. „Ég hef alltaf verið heillaður af snillingum, fólki sem er gáfaðra en ég. Og núna er ég í þeirri stöðu að ég get lagt mitt af mörkum.“

Síðan stjórnendur Oxford-háskóla höfnuðu tilboði Stormzy hafa stjórnendur Cambridge-háskólans tekið tilboðinu og ætla í samstarf við rapparann.

AUGLÝSING


Styrkur Stormzy felst í því hann mun borga skólagjöld fyrir tvo þeldökka nemendur Cambridge-háskólans í þrjú ár til viðbótar við að veita þeim peningastyrk fyrir uppihaldi.

Þessu er greint frá á vef The Guardian. Þar kemur fram að forsvarsmenn Oxford-háskólans hafa ekki viljað svara fyrirspurnum en skólinn hefur fengið mikla gagnrýni vegna málsins.

View this post on Instagram

I am very very very proud to announce the launch of my new scholarship “The Stormzy Scholarship” in partnership with Cambridge University. With this scholarship we will be funding and covering the full tuition and maintenance for 2 black students this year and 2 black students in 2019 to study at Cambridge University. We as a minority are still heavily under represented at the top universities and I pray this scholarship serves as a reminder that we are more than capable of studying at places of this caliber. Congratulations to all the A-Level students getting their results today, be proud of yourselves despite what you got and overstand that this is only the tip of the iceberg for what’s to come! This is my proudest venture thus far and I look forward to seeing some young black geniuses go on to achieve at Cambridge via this scholarship. @cambridgeuniversity www.cam.ac.uk/stormzyscholarship for all info. Applications close on Thursday 30th August! #StormzyScholarship ❤️🙏🏿💪🏿

A post shared by #MERKY (@stormzy) on

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is