Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Stjörnuhrap Justins Trudeau

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, berst fyrir pólitísku lífi sínu á sama tíma og ráðherrar hans og nánustu ráðgjafar yfirgefa ríkisstjórn hans. Álitsgjafar vestanhafs telja hann líklegan til að tapa þingkosningunum í október, nái hann að lifa svo lengi í embætti.

Trudeau hefur fram til þessa notið mikillar hylli, ekki síst á alþjóðavettvangi þar sem hann stendur fyrir allt sem Donald Trump, forsetinn sunnan landamæra Kanada, gerir ekki. Hann er gæddur miklum persónutöfrum og samsetning ríkisstjórnar hans ber vott um virðingu Trudeaus fyrir konum og minnihlutahópum.

Trudeau hefur gætt þess í hvívetna að viðhalda þessari ímynd og tók til að mynda sjálfur á móti fyrstu flóttamönnunum frá Sýrlandi. Trump er aftur á móti óheflaður ruddi sem umkringir sig hvítum karlmönnum, talar niður til kvenna, minnihlutahópa og fjölmiðla og hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir kynþáttahyggju. Trudeau er sömuleiðis vel að sér um sögu og alþjóðamál, eitthvað sem Trump hefur átt í stökustu vandræðum með.

Það er því allt að því súrrealískt að það skuli vera Trudeau sem verður fyrri til að falla vegna pólitísks hneykslismáls. Sér í lagi í ljósi þess að forsetatíð Trumps hefur meira og minna einkennst af röð hneykslismála, hvort sem það er pínleg framganga á alþjóðavettvangi, þagnargreiðsla til klámstjörnu, vafasamir viðskiptahættir Trump-veldisins, hindrun réttvísinnar og svo mætti lengi telja. Í það minnsta er ljóst að Trump færi létt með að standa af sér sambærilegt mál og Trudeau er flæktur í.

Ástæðurnar eru margþættar en þar spila ólík stjórnkerfi ríkjanna stórt hlutverk. Forseti Bandaríkjanna er kosinn beinni kosningu og afar erfitt er fyrir sitjandi þing að steypa sitjandi forseta af stóli. Sérstaklega þegar flokkur forsetans hefur meirihluta í annarri hvorri deildinni eins og nú er.

Kanadíska kerfið er hins vegar líkara því sem þekkist í Evrópu, forsætisráðherra kemur úr röðum þess flokks er sigraði þingkosningar og situr þess vegna í umboði þingsins. Þá hefur stjórnmálamenning áhrif. Til dæmis eru bandarískir þingmenn tilbúnir til að ganga mjög langt í að standa vörð um sinn forseta á meðan sá kanadíski getur ekki gengið að slíkum stuðningi sem vísum í því landslagi sem þar ríkir.

Sjá einnig: Just­in Trudeau sakaður um spillingu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -