Varði jólunum í háloftunum með dóttur sinni

Hal Vaughn ákvað halda jólin á fyrsta farrými í flugi með Delta.

Bandarískur maður að nafni Hal Vaughn ákvað að verja jólunum í flugvélum Delta. Ákvörðunia tók hann þegar hann komast að því að dóttir hans, sem er flugfreyja hjá Delta, þyrfi að vinna um jólin.

Í frétt af vef Business Insider kemur fram að Hal hafi tekið í það minnsta tvö flug á jóladag og aðfangadag með dóttur sinni. Fyrsta flugið var frá Flórída til Michigan og annað flugið var frá Michigan til Massachusetts. Þar kemur fram að Hal hafi ferðast á fyrsta farrými og keypt farmiðana á fjölskyldukjörnum sem Delta bíður fjölskyldum starfsmanna upp á.

Mike Levy, sessunautur Hal í öðru fluginu, birti færslu á Facebook þar sem hann sagði frá jólahaldi Hal í háloftunum. „Dóttir hans var flugfreyjan okkar og þurfti að vinna um jólin. Hal ákvað að hann myndi verja jólunum með henni,“ skrifaði Mike meðal annars við myndir af feðginunum sem hann birti á Facebook. „En frábær faðir,“ bætti hann við.


Mynd / Skjáskot af Facebook

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is