Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ert þú ekki stelpan í íslensku peysunni?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þótt leikkonan Lára Jóhanna Jónsdóttir hafi ekki verið áberandi í kvikmyndum og sjónvarpi fyrr en núna undanfarið varð andlit hennar þó heimsþekkt í auglýsingu sem gerð var af Inspired by Iceland til að trekkja að ferðamenn eftir gosið í Eyjafjallajökli.

Það hlýtur að hafa verið skrítin tilfinning að vera stoppuð af túristum út á götu eins og kvikmyndastjarna. „Það var nú kannski ekki alveg þannig,“ segir Lára og brosir.

„Þetta var eitthvað sem ég datt bara inn í. Ég var sem sagt stelpan sem myndbandið byrjaði á og talaði eitthvað um hvað Ísland væri æðislegt. Þetta kom reyndar til fyrir algjöra slysni. Það þurfti að seinka tökum og stelpan sem átti að gera þetta var farin til útlanda þegar að því kom að taka myndbandið upp. Þá var hringt í mig vegna þess að ég hafði búið í Bretlandi og er með breskan hreim. Ég var alveg til í það, enda var mér sagt að þetta yrði bara eitthvað lítið vídeó sem yrði ekki einu sinni sýnt í sjónvarpinu heldur bara á YouTube, svo ég stressaði mig voða lítið á þessu. Þetta var tekið upp 2010, árið sem ég útskrifaðist, svo það má segja að þetta hafi verið fyrsta verkefnið mitt sem útskrifuð leikkona. Svo bara fór myndbandið ansi víða og það er ekkert langt síðan túristarnir hættu að stoppa mig og spyrja hvort ég væri ekki stelpan þarna í íslensku peysunni. Það var mjög skemmtilegt verkefni.“

Ég var sem sagt stelpan sem myndbandið byrjaði á og talaði eitthvað um hvað Ísland væri æðislegt.

Viðtalið við Láru má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Perla Kristín förðunarfræðingur Urban Decay

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -