Fanney Eiríksdóttir látin

Fann­ey Ei­ríks­dóttir er látin eftir baráttu við krabbamein, 32 ára að aldri.  Hún lætur eftir sig eiginmann og tvö börn.

Það er eiginmaður Fanneyjar, Ragnar Njálsson, sem greinir frá þessu í færslu á Instagram.

„Ástarblómið lést á Líknardeild LSH í Hópavogi skömmu eftir miðnætti sl. nótt og var hún þar umvafin okkur fjölskyldunni og ástvinum. Fanney barðist fram á síðustu stundu og gafst aldrei upp,“ skrifar hann meðal annars.

Barátta Fanneyjar við krabbamein vakti athygli en hún talaði opinskátt um sjúkdóminn. Hún greindist með leghálskrabbamein árið 2018 þegar hún var ófrísk að syni þeirra hjóna.

Ritstjórn Mannlífs sendir fjölskyldu og vinum Fanneyjar innilegar samúðarkveðjur.

View this post on Instagram

💔🙏🏻💔🙏🏻💔 #FyrirFanney

A post shared by Ragnar Njálsson (@ragnarnjalsson) on

AUGLÝSING


Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is