Fékk 122.000 króna sekt fyrir að keyra viljandi á hjólreiðamann

Ökumaður jeppans keyrði viljandi á hjólreiðamann og fékk 122.000 króna sekt.

Myndband sem sýnir ökumann jeppa keyra vísvitandi á hjólreiðamann fór nýverið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndbandið, sem fyrst var birt á Facebook-síðu ástralska hjólreiðasambandsins, hefur vakið mikla athygli. Þar sést augljóslega hvernig ökumaðurinn keyrir við hlið hjólreiðamanns og beygja snögglega til vinstri á hjólreiðamanninn. Hjólreiðamaðurinn dettur af hjólinu en virðist sleppa ómeiddur.

Ökumaðurinn, Michael Giarruso, var þá nýlega ákærður fyrir glæfralegan akstur og honum var gert að greiða 1.000 Bandaríkjadali í sekt sem gerir um 122.000 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi.

Myndbandið, sem tekið var í nóvember í fyrra, má sjá hér fyrir neðan. Í athugasemdakerfinu er ljóst að mörgum þykir sektin vera afar lág miðað við brotið.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is