Fimmtudagur 28. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Fimm töff tískuborgir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Borgir sem lenda á listum yfir helstu tískuborgir heims.

París
Glæsilegar tískusýningar, tískutímarit og tískuhús gera París að þekktu vörumerki um heim allan, en allt frá 18. öld hefur þessi heillandi franska höfuðborg verið konungsríki tískunnar. Borgin er þekkt fyrir glæsilegt og stílhreint útlit ásamt framsýni og nýjungagirni. Verslunarsvæðin Avenue Marceau, Champs-Elysees og Avenue Montaigne eru fullkominn leiðarvísir fyrir þá sem vilja fylgjast með öllum nýjustu straumunum. Þar muntu finna búðir á borð við Dior, Chanel, Givenchy og margar fleiri. Í gönguferð við verslanir í kringum Óperuna, Haut Marais og Palais Royal eða á rölti niður Saint-Germain-des-Prés má sjá alla nýjustu straumana og stefnurnar í tísku.

London
Í London eru menn ávallt með puttann á púlsinum varðandi það nýjasta í tískuheiminum. Þar eru líka margir af frægustu hönnuðum heims og ýmis stórfyrirtæki, svo sem Stella McCartney, Burberry, Paul Smith og Pringle of Scotland.

New York
Á undanförnum árum hefur New York oft vermt fyrsta sætið yfir mestu tískuborgir heims. Í borginni eru haldnir yfir 250 tískuviðburðir á ári sem draga að sér yfir tvö hundruð þúsund gesti. Sá viðburður sem dregur hvað flesta að sér er hin fræga New York Fashion Week í febrúar og september. Segja má að ein helsta ástæða velgengni tísku í borginni sé Manhattan‘s Garment Center með sínum ótalmörgu sýningarsölum, öllum helstu fatahönnuðunum og hinum fjölmörgu sérfræðingum sem vinna í greininni. Í New York eru um 6.600 heildsölur og fyrirtæki sem starfa við hönnun og hin mikla tískuvitund í borginni er ástæða þess að þar er hægt að sækja sér ýmsa menntun vaðandi tískuheiminn – sem framleiðir þar af leiðandi enn fleiri nýja og ferska tískuhönnuði.

Mílanó
Borgin hefur gríðarleg áhrif á tískustrauma á alþjóðavettvangi. Ítölsk vörumerki, á borð við Gucci, Valentino og Prada eru með höfuðstöðvar sínar í Mílanó og gegna mikilvægu hlutverki í tískuborginni. Sögu tísku í borginni má rekja allt til miðalda og endurreisnartímans og í upphafi 20. aldar var borgin miðstöð silki- og textílframleiðslu. Tískuvikan í Mílanó hefur verið haldin frá því árið 1958 og hún er ein af fjórum stærstu í heimi. Virtustu verslunargötur og -torg borgarinnar eru Via Manzoni, Via Monte Napoleone, Via della Spiga, Via Sant’Andrea, Galleria Vittorio Emanuele II, Via Dante og Corso Buenos Aires.

Barcelona
Borgin státar af einstökum arkitektúr og menningu og fallegri tísku. Einn frægasti hönnuður Barcelona á heimsvísu er Custo sem hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir hönnun sína. Af öðrum hönnuðum má nefna Josep Abril, La Casita de Wendy, Joaquim Verdu og Antonio Miro. Þar eru líka öll heitustu merkin, svo sem Chanel, Gucci, Armani og Cartier en skemmtilegast er að rölta um göturnar og sjá hvernig fólkið í borginni er klætt – það gefur mesta innblásturinn.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -