Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Fjölskylduhjálp lokar í sumar vegna fjárskorts

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjöl­skyldu­hjálp Íslands neyðist til að loka í sumar vegna fjárskorts. Þetta er í fyrsta skipti á 16 ára ferli samtakanna þar sem engin aðstoð verður yfir sumarið. Lokað verður frá 1. júlí til 1. september. Morgunblaðið greinir frá.

Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar, seg­ir í samtali við Morgunblaðið vera kvíðin fyrir hönd þeirra sem nýta sér aðstoðina. „Þeir sem leita til okkar gera það ekki sér til gamans og að sjálfsögðu hefðum við viljað hafa opið í allt sumar.“ Ásgerður segir að svipaður fjöldi hafi sótt um aðstoð hjá samtökunum í sumar og í fyrra.

Fjölskylduhjálpin veitir hátt í 900 matargjafir á mánuði. Þá er aðstoðin meðal annars fjármögnuð með framlögum, söfnunum og flóamörkuðum í Reykjavík og Reykjanesbæ. Markaðarnir verða opnir í allt sumar.

Samkvæmt Vilborgu Oddsdóttur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar er algengt að efnam­inni for­eldr­ar leiti til hjálp­ar­stofn­ana. Þá er oft um að ræða fjárhagsaðstoð til að standa undir kostnaði sum­ar­nám­skeiða og íþrótta­ferða. Þetta kemur fram í Morg­un­blaðinu í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -