Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Flóttinn ekki svo mikill

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fyrstu árum eftir bankahrunið var mikið fjallað um brottflutning Íslendinga og þá sér í lagi til Noregs. Var þeirri skoðun haldið mjög á lofti að brostinn væri á landflótti sem myndi hafa alvarlegar félagslegar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér.

En staðreyndin er sú að brottflutningur Íslendinga á þessu tímabili var síst meiri en hann var á öðrum samdráttarskeiðum þótt vissulega hafi hann verið umtalsverður. Þetta kemur fram í skýrslu Ólafar Garðarsdóttur sem gerð var fyrir velferðarráðuneytið árið 2011.

Brottflutningurinn var mestur árið 2009 þegar brottfluttir Íslendingar umfram aðflutta voru 2.466 talsins. Strax árið eftir dregur úr brottflutningi og næstu tvö ár þar á eftir er flutningsjöfnuðurinn neikvæður um 1.703 og 1.311. Síðan verður ástandið eðlilegra og árið 2012 eru brottfluttir umfram aðflutta 936 og aðeins 36 árið á eftir. Það spilar inn í að á þessu tímabili var efnahagsástandið erfitt nánast um allan heim. Atvinnuleysi var mikið alls staðar á Evrópska efnahagssvæðinu ef undan er skilinn Noregur þar sem mikil uppsveifla var. Enda fóru langflestir Íslendingar á þessm tíma til Noregs.

Það er einnig athyglisvert að brottflutningur á meðal útlendinga sem komu til Íslands í góðærinu var minni en meðal Íslendinga, jafnvel meðal þeirra útlendinga sem höfðu verið hér í stuttan tíma. Það skýrist af því að flestir innflytjendur sem komu hingað á þensluskeiðinu komu frá löndum þar sem atvinnuleysi var mun meira en á Íslandi.

Fjallað er ítarlega um brottflutning Íslendinga í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -