Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Fólk kaupir jólagjafir og jólaföt á netinu í auknum mæli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á undanförnum árum hefur fólk sóst í auknum mæli í að versla jólagjafir og jólaföt erlendis frá í gegnum netverslanir.

Margt fólk kýs að versla jólafötin og jólagjafirnar á netinu þetta árið, líkt og fyrri ár, af vefverslunum á borð við ASOS. Starfsfólk TVG Xpress hefur orðið vart við það. „Undanfarið höfum orðið vör við mikla aukningu af ASOS sendingum til landsins en einnig sendingum frá öðrum stórum keðjum eins og House of Fraser, Miss Selfridges og JD Sport,“ segir Sif Rós Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri TVG Xpress enTVG Xpress sér meðal annars um dreifingu ASOS sendinga sem koma með hraðsendingu til landsins.

Hún segir starfsfólk sitt hafa í nógu að snúast, sérstaklega þegar jólin nálgast.

Hraðinn orðinn mikill

Sif segir augljóst að mögum þykir þægilegt að versla á netinu og þannig sleppa við búðarráp í desember. „Fólki finnst virkilega þægilegt að fá þessar hraðsendingar heim að dyrum á mettíma og nýtir sér það óspart. Hraðinn er orðinn mikill og fólk er að fá sendingar heim til sín innan örfárra daga frá pöntun erlendis. Fólk verslar mikið jólafötin af erlendum netverslunum og treystir því að fötin berist í tíma,“ segir hún.

En það er ekki bara mikið að gera í dreifingu sendinga að utan í desember. Sif segir mikið að gera allan ársins hring. „Aukningin hjá okkur það sem af er ári er hátt í 20% ef miðað er við árið 2017. Við erum að flytja tugi þúsunda af hraðsendingum fyrir ýmsa aðila,“

Þess má geta að mikill vöxtur hefur verið í netverslun síðustu mánuði, ekki bara erlendis frá heldur einnig í innlendum netverslunum. Á vef Samtaka verslunar og þjónustu kemur fram að innlend netverslun hafi aukist mikið að undanförnu þó að  Ísland sé enn þá langt á eftir nágrannaríkjum.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -