Formaður VR ósáttur við 1. maí tilboð verslana. „Lágkúran og virðingaleysið er algjört.“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ætlar að sniðganga verslanir sem gera út sérstök tilboð á baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar.

Rúmfatalagerinn og Húsgagnahöllin birtu í Fréttablaðinu í dag auglýsingar þar sem sérstök 1. maí tilboð eru auglýst. Dagurinn er almennur frídagur og alþjóðlegur baráttudagur verka- og launafólks. 

„Forsvarsmenn og eigendur fyrirtækja sem gera út á sérstakan tilboðsdag á baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar eru samfélaginu til háborinnar skammar,“ segir Ragnar. „Lágkúran og virðingarleysið er algjört. Ég hef tekið þá persónulegu ákvörðun að stíga ekki fæti framar inn í ákveðnar verslanir.“

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is