Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Forsætisráðherra sýndi kænsku með því að koma sér undan fundi með Pence

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Það er mál manna að Katrín Jakobsdóttir hafi átt góða viku á meðan áhrifavaldar hlutu skell í tekjublaði ársins.

Góð vika – Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti prýðisviku. Hún tók á móti norrænum kollegum sínum í vikunni og í bónus mætti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á svæðið. Í ofanálag tókst Katrínu með nokkurri kænsku að koma sér undan því að þurfa að sitja fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Enda ekki eftirsóknarvert að þurfa að sitja fund með manni sem á erfitt með að umgangast konur, fyrirlítur samkynhneigða og trans fólk og lítur á sjónvarpsþættina Handmaid´s Tale sem draumkennda útópíu fremur en framtíðarhrollvekju.

Slæm vika – Áhrifavaldar
Landinn elskar fátt meira en Tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í vikunni, jafnvel þótt lesturinn veiti fæstum ánægju. Þeir sem nafngreindir eru í blaðinu kæra sig fæstir um það og hinir bölsótast yfir því hvað Nonni í næsta húsi hefur það gott. Þeir sem hljóta mesta skellinn í tekjublaði ársins eru þó áhrifavaldar sem, miðað við álagningaskrána, lifa margir hverjir við hungurmörk. Jafnvel þeir sem keppast við að baða sig í lúxus á framandi stöðum um allan heim. Skellurinn gæti jafnvel orðið enn þyngri ef útsendarar skattsins létu sig þetta varða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -