Forsetahjónin sýna boltafimi á Bessastöðum

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hvetja fólk um allan heim að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á HM í Rússlandi í nýrri auglýsingaherferð frá Íslandsstofu undir nafni Inspired by Iceland. Myndbandinu fylgir kassamerkið #TeamIceland, en Íslendingar eru hvattir til að deila myndbandinu með vinum sínum og vandamönnum.

Myndbandið fór í sýningu í dag í tilefni af því að hundrað dagar eru í að Ísland hefji keppni á heimsmeistaramótinu.

Í myndbandinu fara forsetahjónin á kostum í boltafimi á Bessastöðum, en Eliza hefur orð á því að fimi þeirra sýni líklegast best af hverju þau keppa ekki fyrir Íslands hönd í Rússlandi.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

AUGLÝSING


Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is