Frelsissviptur í Borgartúni

Lögreglan fékk í gær tilkynningu klukkan 17 frá manni sem sagðist hafa verið sviptur frelsi sínu. Maðurinn var að aka í Borgartúni er tvær manneskjur settust inn í bíl hans,  kona í framsæti og maður í aftursæti.

Að sögn ökumannsins tók maðurinn í aftursætinu upp eggvopn og var með hótanir.  Konan fór síðan úr bifreiðinni og  var manninum sagt að aka á eftir bifreið hennar og var farið  í hverfi 113 þar sem ætlunin var  að reyna að peningum árásarþola úr hraðbanka.   Síðan var honum sagt að aka að heimili sínu þar sem ofbeldismaðurinn fylgdi honum inn og stal lyfjum og fleira. Þegar mennirnir voru á útleið aftur mun maðurinn hafa náð að loka útihurðinni á ofbeldismanninn og hringdi hann síðan í lögreglu.  Málið er í rannsókn.

 

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is