Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Fréttir af mögulegum keppinauti hafa áhrif á Icelandair

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gengi hlutabréfa í Icelandair hafa fallið um nærri 5 prósent það sem af er degi. Líklegt er að markaðsaðilar líti svo á að mun meiri alvara sé að baki bandarísku fjárfestunum en öðrum sem nefndir hafa verið til sögunnar.

Í morgun var greint frá því að hópur bandarískra fjárfesta hafi keypt eignir WOW Air úr þrotabúi félagsins í þeim tilgangi að setja flugfélagið aftur á fót. Hafa hinir nýju fjárfestar þegar fundað með samgönguyfirvöldum um útgáfu flugrekstrarleyfis, en á meðal eigna sem keyptar voru úr búinu voru bókunarkerfið, vörumerkið, flugrekstrarbækur og jafnvel einkennisfatnað.

Viðskiptablaðið segist hafa heimildir fyrir því að hinir bandarísku fjárfestar séu Michele Ballarin og félag henni tengt, Oasis Aviation Group. Ballirin hafi sýnt félaginu áhuga áður en það fór í þrot og nú þegar sé hún búin að setja sig í samband við einstaklinga sem áður störfuðu hjá WOW. Oasis Aviation Group býður upp á flug milli Washington og Djíbúti og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna.

Ljóst er að fréttir af mögulegum nýjum keppinauti hafa áhrif á Icelandair sem hefur fallið um 4,94 prósent í kauphöllinni þegar þetta er skrifað. Virðist sem mun meiri alvara sé á bakvið hina bandarísku fjárfesta en þá sem standa að baki WAB-air og tilkynnt var um í gær. Þá bárust fréttir af því í gær að töf verður á því að Boeing MAX 737 flugvélarnar hefji sig aftur til flugs en kyrrsetning þeirra hefur valdið Icelandair umtalsverðum búsifjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -