Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Fullyrðir að hún sé ekki dýraníðingur þrátt fyrir að hafa slegið og skyrpt á hundinn sinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brooke Houts, sem heldur úti vinsælli Youtube-rás, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir myndband sem hún birti á dögunum. Þar sést hún slá og skyrpa á hundinn sinn. Brooke hefur nú beðist afsökunar á atvikinu og segist ekki vera dýraníðingur. 

 

Samkvæmt BBC sýnir myndbandið Brooke skamma Doberman hundinn sinn Sphinx áður en hún löðrungar og skyrpir á hann. Í lokin á myndbandinu tuktar hún svo Sphinx harkalega til. Myndbandið hefur nú verið fjarlægt af Youtube-rásinni þar sem yfir 300 þúsund manns fylgja henni. Þá hefur Instagram-síðu Brooke verið lokað.

Margir hafa gagnrýnt hana fyrir atvikið en hún sendi frá sér afsökunarbeiðni á Twitter í gær. Þar segist hún meðal annars ætla á hundanámskeið með Sphinx til að bæta uppeldisaðferðir. „Ég er alltaf að reyna læra nýjar aðferðir til að geta þjálfað hann heima,” segir í afsökunarbeiðninni.

https://twitter.com/brookehouts/status/1158906113741299712?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1158906113741299712&ref_url=https%3A%2F%2Fhollywoodlife.com%2F2019%2F08%2F07%2Fyoutube-brooke-houts-apology-hitting-dog-video%2F

Fjöldi fólks hafa nú skilið eftir athugasemdir á Twitter færslunni. Þá hafa PETA-samtökin gagnrýnt hana opinberlega á Twitter þar sem þau biðla til Youtube að fjarlægja reikninginn hennar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -