Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Fylgjast með faraldri lungnasjúkdóma sem rekja má til notkunar á rafrettum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fylgst er vel með faraldri lungnasjúkdóma, sem rekja má til notkunar á rafrettum, á lungnadeild Landspítalans.

 

Embætti landlæknis fylgist með faraldri alvarlegra lungnasjúkdóma í Bandaríkjunum og sem virðist tengdur notkun á rafrettum og tengdum vörum. Þetta kemur fram í grein á vef Landlæknis. Enn sem komið er hefur ekkert tilfelli af sama toga og í Bandaríkjunum verið tilkynnt hér á landi en vel er fylgst með málinu á lungnadeild Landspítalans.

Á vef Landlæknis segir að samkvæmt nýjustu upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum hafi rúmlega 450 manns veikst og að fimm dauðsföll sem rekja má til sjúkdómsins hafa verið staðfest. Allir sem hafa veikst eiga það sameiginlegt að hafa notað rafrettur.

„Flestir sjúklinga lýsa einkennum sem dæmigerð eru fyrir veikindi í öndunarfærum, svo sem hósta, mæði og verk fyrir brjósti. Aðrir hafa jafnframt fundið fyrir einkennum í meltingarvegi, líkt og ógleði, uppköstum og niðurgangi. Önnur einkenni á borð við þreytu, hita og þyngdartap hafa jafnframt verið algeng meðal þeirra sem veikst hafa,“ segir í greininni.

Ekki er vitað hvort veikindin tengjast tilteknum rafrettum eða efnum sem notuð eru í þær. Hins vegar eru vísbendingar um að stór hluti þeirra sem veikst hafa hafi notað rafrettu-vökva sem innihélt vímuefnið THC (tetrahydrocannabinol) eða CBD (cannabidiol) en svo virðist sem að veikindin séu ekki einungis bundin við það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -