Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Fyrri afrek frambjóðenda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er gaman að rýna í sögu frambjóðenda fyrir komandi sveitastjórnarkosningar og kemur ýmislegt í ljós sem maður vissi ekki eða var jafnvel búinn að gleyma.

Sigraði í maraþondansi

Snyrtifræðingurinn Sigurjóna Halldóra Frímann býður sig fram fyrir Höfuðborgarlistann. Henni er margt til lista lagt en meðal afreka sem hún hefur unnið er sigur í maraþondanskeppni í æskulýðsheimilinu Dynheimum á Akureyri árið 1981. Keppnin hófst klukkan 10 á laugardagsmorgni og mættu áttatíu keppendur til leiks. Hætt var að dansa klukkan 11 á sunnudagsmorgni og þá voru fjórir keppendur eftir en með þessari törn settu krakkarnir nýtt Íslandsmet. Dómnefnd sá síðan um að skera úr um hvaða keppandi stóð sig best og var það Sigurjóna sem hrósaði sigri.

Bjargaði barni úr brennandi húsi

Matreiðslumaðurinn Hinrik Ingi Guðbjargarson er á Kópavogslistanum Fyrir Kópavog. Hann komst í fréttirnar fyrir mikla hetjudáð árið 2005 þegar hann bjargaði stúlku úr brennandi íbúð við Hafnarstræti á Akureyri. Hinrik, sem var nágranni stúlkunnar, sýndi mikið snarræði en hann fann stúlkuna þar sem hún lá á gólfinu í húsinu sem var fullt af reyk og eldi. Stúlkan var flutt á sjúkrahús með snert af reykeitrun.

Í heitasta bandinu

Slökkviliðsmaðurinn Sverrir Björn Björnsson er á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ. Sverrir er ekki bara liðtækur á brunabílnum heldur einnig nokkuð lunkinn gítarleikari, eins og sannaðist með hljómsveitinni Eldbandinu. Eldbandið vakti athygli á tíunda áratug síðustu aldar og var talið eitt það heitasta í bransanum. Hljómsveitin var þekkt fyrir að taka íslensk lög í nýjum útsetningum, til dæmis Dísu í Dalakofanum í suðuramerískum takti.

Með Borgarleikhússtjóra á fjölunum

Sjónvarpskonan Hilda Jana Gísladóttir er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. Hún er vel þekkt þar í bæ, sem og víðar, enda fyrrverandi sjónvarpsstjóri N4. Þá hefur Hilda einnig talað opinskátt um baráttu sína við fíknivanda, en hún sá um Jafningjafræðsluna á Akureyri þegar fræðslan var stofnuð í bænum. Færri vita kannski að Hilda var öflug í leikfélagi Kvennaskólans í Reykjavík, Fúríu, sem frumsýndi meðal annars leikritið Sjö stúlkur árið 1994. Hilda Jana lék eina af þessum stúlkum, sem og núverandi Borgarleikhússtjóri Kristín Eysteinsdóttir.

- Auglýsing -

Víkingurinn Sveinn

Nýjasta dæmið okkar, sem má þó ekki sleppa, eru fyrri afrek frambjóðanda Miðflokksins í Reykjavík, Sveins Hjartar Guðfinnssonar. Hann vakti mikla athygli í auglýsingu bílaframleiðandans Dodge Ram í auglýsingahléi Ofurskálarinnar, stærsta íþróttaviðburðar ársins. Í auglýsingunni lék Sveinn Hjörtur einn af víkingunum sem söng Queen-smellinn We Will Rock You, en meðal annarra í víkingahópnum var Magnús Ver Magnússon, fyrrverandi sterkasti maður heims fjórum sinnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -