Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Fyrrum borgarfulltrúi segir umræðuna um Hannes líkjast umræðu um öryrkja og langveikt fólk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Töluverð umræða hefur verið um ferð Hannesar Þórs Halldórssonar landsliðsmarkvarðar í brúðkaup landsliðsfélaga síns á Ítalíu, en Halldór Auðar Svansson fyrrum borgarfulltrúi Pírata er með forvitnilega sýn á málið.

Halldór rifjar upp á Facebook hvernig sumir hendi því jafnvel fram að Hannes hafi gert sér upp meiðslin og það minnir hann óneitanlega á aðra umræðu.

„Mér finnst þetta vera bara nákvæmlega sama umræðan og blossar stundum upp um öryrkja og langveikt fólk, verið er að vakta það hvað fólk gerir, tortryggja og setja sig í dómarastöðu gagnvart því hvað sé eðlilegt að fólk geri eða geti gert,“ segir Halldór og bætir við:

„Staðreyndin er hins vegar sú að veikt fólk á mjög misjafna daga og veikindi sem hindra til dæmis atvinnuþátttöku aftra ekki alltaf fólki frá því að skreppa við og við út á lífið eða jafnvel í ferðir til útlanda. Rétt eins og meiðsli Hannesar geta algjörlega aftrað honum frá því að spila fótbolta – en ekki frá því að skreppa í brúðkaup. Lexían er að slaka aðeins á gagnvart því að telja sig vita betur en annað fólk hvað það getur og getur ekki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -